Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Eiður Þór Árnason skrifar 9. desember 2021 23:00 Málið komst upp á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV en búið er að skrifa undir dómsátt í málinu. Konan, sem er ríflega fimmtug amma, fékk engar athugasemdir í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018 og greindist tveimur árum síðar með ólæknandi leghálskrabbamein. Þá var of seint að senda konuna í aðgerð. Við endurskoðun á sýninu frá 2018 kom í ljós að það hafi verið ranglega greint. Fram kom í apríl að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfislæg mistök hafi verið gerð í máli konunnar. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að úttektin staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafi ekki verið í lagi. Vonar að niðurstaðan verði fordæmisgefandi Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Í kjölfar málsins voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þeim var ráðlagt að fara í keiluskurð. Sævar segir í samtali við RÚV að dómsáttin í máli konunnar sé ásættanleg. Vonar hann að hún verði fordæmisgefandi fyrir mál annarra kvenna sem fengu ranga niðurstöðu úr krabbameinsskimunum hjá Leitarstöðinni. Sævar upplýsir ekki í samtali við RÚV hver bótafjárhæðin sé nema að hún hlaupi á tugum milljónum króna. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV en búið er að skrifa undir dómsátt í málinu. Konan, sem er ríflega fimmtug amma, fékk engar athugasemdir í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2018 og greindist tveimur árum síðar með ólæknandi leghálskrabbamein. Þá var of seint að senda konuna í aðgerð. Við endurskoðun á sýninu frá 2018 kom í ljós að það hafi verið ranglega greint. Fram kom í apríl að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfislæg mistök hafi verið gerð í máli konunnar. Mannleg mistök hafi orðið við greiningu sýnisins en ákveðinn þátt innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að úttektin staðfesti enn frekar að verkferlar og eftirlit með starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafi ekki verið í lagi. Vonar að niðurstaðan verði fordæmisgefandi Upphaflega var greint frá máli konunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ágúst í fyrra. Í kjölfar málsins voru rétt tæplega fimm þúsund sýni endurskoðuð hjá Krabbameinsfélaginu og 209 konur kallaðar aftur til frekari skoðunar. Nokkrar konur sem fengu ranga niðurstöðu í leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu reyndust vera með það alvarlegar frumubreytingar að þeim var ráðlagt að fara í keiluskurð. Sævar segir í samtali við RÚV að dómsáttin í máli konunnar sé ásættanleg. Vonar hann að hún verði fordæmisgefandi fyrir mál annarra kvenna sem fengu ranga niðurstöðu úr krabbameinsskimunum hjá Leitarstöðinni. Sævar upplýsir ekki í samtali við RÚV hver bótafjárhæðin sé nema að hún hlaupi á tugum milljónum króna.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29 Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56 Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10 Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 16. apríl 2021 12:29
Yfir 200 konur þurfa frekari skoðun 209 konur voru að endingu kallaðar til frekari skoðunar, eða í 4,2 prósent tilfella. 2. október 2020 08:56
Mun fá háar bætur eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Tryggingafélag Krabbameinsfélags Íslands hefur viðurkennt bótaskyldu að öllu leyti í máli konu sem fékk ranga niðurstöðu eftir krabbameinsskoðun hjá félaginu. Konan er með ólækandi krabbamein. 24. nóvember 2020 19:10
Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Kona um fimmtugt sem fékk rangar niðurstöður í leghálsskoðun er nú með ólæknandi krabbamein, sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar mistökin. 30. ágúst 2020 18:46