Costco ber að greiða ferðir starfsmanna utan áætlunartíma strætó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2021 07:06 Deilur um ferðakostnað starfsmanna hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Costco sé skylt að greiða starfsmönnum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslunina við Kauptún í Garðabæ á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, óháð því hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnu á öðrum tíma. Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér. Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira
Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér.
Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Fleiri fréttir Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Sjá meira