Dýralæknirinn stefnir á að verða Evrópumeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2021 08:31 Kristín Þórhallsdóttir vann brons á sínu fyrsta stórmóti og stefnir á gull á EM sem hefst í dag. vísir/vilhelm Kristín Þórhallsdóttir, dýralæknir frá Laugalandi í Stafholtstungum, ætlar sér að verða Evrópumeistari í kraftlyftingum. Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín. Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Keppni á EM í klassískum kraftlyftingum hefst í Vesterås í Svíþjóð í dag. Ísland sendir fimm keppendur til leiks: Hilmar Símonarson, Birgit Rós Becker, Viktor Samúelsson, Aron Friðrik Georgsson og Kristínu. Sú síðastnefnda keppir í -84 kg flokki á sunnudaginn og ætlar sér Evrópumeistaratitilinn. „Að sjálfsögðu stefni ég þangað og líka að halda eftir góðum árangri frá HM, bæta mig og ná því út sem ég náði ekki alveg á HM. Það voru aðeins háleitari markmið þar sem mig langar að ná út núna og það er Evrópumetið í samanlögðu sem ég stefni á að ná,“ sagði Kristín í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Kristín fékk bronsverðlaun á HM í september en það var hennar fyrsta stórmót. Hún lyfti samtals 552,5 kg og var aðeins fimm kg frá silfurverðlaunum. Kristín bætti Íslandsmetin í öllum greinunum, hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu, og bætti sinn persónulega árangur um 12,5 kg. Kristín jafnaði einnig Evrópumetinu í hnébeygju, 217,5 kg og þá er hún aðeins fimm kg frá Evrópumetinu í samanlögðu. Klippa: Sportpakkinn - Kristín stefnir á að verða Evrópumeistari Kristín segist vera í góðu formi eftir stífar æfingar að undanförnu. „Ég er í nokkuð góðu standi. Örlítil meiðsli tóku sig upp í öxlinni sem hafa aðeins truflað mig í bekkpressunni. En grunnurinn er góður og ég hef ekki stórvægilegar áhyggjur af því. Mínar sterkustu greinar eru hnébeygjan og réttstöðulyftan. Það er bara að ná gildum bekk með,“ sagði Kristín sem er skráð hæst í sínum flokki á EM, eða með 552,5 kg í samanlögðu. Kristín segir að gróskan í íslenskum kraftlyftingum sé mikil, ekki síst í kvennaflokki, en öflugar kraftlyftingakonur spretta fram nánast í hverjum mánuði. „Já, þetta hefur líka verið mjög gott ár hjá Kraftlyftingasambandinu myndi ég segja. Það hefur náðst mjög góður árangur á alþjóða vísu í ár,“ sagði Kristín. Kristín er ein fimm keppenda Íslands á EM í klassískum kraftlyftingum.vísir/vilhelm Hún er ekki í nokkrum vafa um að hún geti náð markmiðum sínum á sunnudaginn kemur. „Ég veit að ég á inni fyrir þessu. Vonandi hittir maður á góðan dag. Dagsformið getur verið mismunandi en ég veit að á góðum degi á ég að fara létt með að ná þessum metum sem ég stefni að,“ sagði Kristín.
Kraftlyftingar Sportpakkinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum