Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 11:10 Við breytingar í Stjórnarráðinu fjölgar ráðuneytum úr tíu í tólf og ráðherrum fjölgar um einn. Vísir / Vilhelm Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Gosmóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Sjá meira
Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30