Borgarstjóri gleymdi að hann ætti að vígja nýja laug Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2021 12:21 Dagur B. Eggertsson stakk sér tandurhreinn til sunds. Reykjavíkurborg Hverfismiðstöð með nýrri sundlaug, þeirri fyrstu í Reykjavík í 23 ár, og nýju bókasafni var opnuð í Úlfarsárdal í morgun. Heildarfjárfesting verkefnisins er upp á 14 milljarða króna og framkvæmdin er ein sú stærsta sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í. Borgarstjóri segir daginn tímamót í sögu borgarinnar. Húsnæðinu í Úlfarsárdal er ætlað að vera miðstöð mennta, menningar og íþrótta en mannvirkið í heild er um 18 þúsund fermetrar. Sundlaug og bókasafn deila afgreiðslu en í miðstöðinni er einnig Dalskóli, samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. Í sumarbyrjun 2022 bætist íþróttahús knattspyrnufélagsins Fram við - og síðar sama ár verður keppnisvöllur utanhúss vígður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir þetta eina stærstu framkvæmd sem borgin hefur ráðist í frá upphafi. Borgarstjóri fékk aðstoð við að klippa á borðann.Reykjavíkurborg „Og sú langstærsta á þessu sviði. Fyrir mig persónulega sem elst upp í Árbænum þá átti maður því að venjast að það tók áratugi og áratugi ofan að sundlaugin og íþróttahúsið og bókasafnið kæmi. Þannig að það er alveg einstök ánægja sem fylgir því að opna þetta á meðan úlfarsárdalurinn er enn þá að byggjast,“ segir Dagur. Framkvæmdatíminn er orðinn um sex ár og Dagur segir ljóst að miðstöðin sé langþráð. Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins en það verður opið á opnunartíma sundlaugarinnar, frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Skellti sér í sturtu í morgun Hin nýja Dalslaug er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur en síðast var ný sundlaug opnuð í Reykjavík árið 1998, Grafarvogslaug. Eftirvænting eftir nýrri laug, og opnun miðstöðvarinnar allrar, ruglaði borgarstjóra örlítið í ríminu í morgun. „Ég steingleymdi að ég væri að fara í sund að vígja laugina og smellti mér bara í sturtu,“ segir hann. Þannig fari hann allavega tvisvar í bað í dag. „Það er auðvitað alveg sérstaklega ánægjulegt að mæta alveg tandurhreinn í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal,“ segir borgarstjóri. Dagur segir að ákveðið hafi verið að teygja opnunarhátíðina yfir helgina vegna sóttvarnatakmarkanna. Þannig verði frítt ofan í laugina um helgina og allir velkomnir til að skoða bókasafnið og skólann fyrir eða eftir sundferð. „Þannig þetta verður ein allsherjar hverfis- og borgarhátíð,“ segir Dagur B. Eggertsson að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Húsnæðinu í Úlfarsárdal er ætlað að vera miðstöð mennta, menningar og íþrótta en mannvirkið í heild er um 18 þúsund fermetrar. Sundlaug og bókasafn deila afgreiðslu en í miðstöðinni er einnig Dalskóli, samrekinn leik- og grunnskóli, ásamt frístundaheimili. Í sumarbyrjun 2022 bætist íþróttahús knattspyrnufélagsins Fram við - og síðar sama ár verður keppnisvöllur utanhúss vígður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir þetta eina stærstu framkvæmd sem borgin hefur ráðist í frá upphafi. Borgarstjóri fékk aðstoð við að klippa á borðann.Reykjavíkurborg „Og sú langstærsta á þessu sviði. Fyrir mig persónulega sem elst upp í Árbænum þá átti maður því að venjast að það tók áratugi og áratugi ofan að sundlaugin og íþróttahúsið og bókasafnið kæmi. Þannig að það er alveg einstök ánægja sem fylgir því að opna þetta á meðan úlfarsárdalurinn er enn þá að byggjast,“ segir Dagur. Framkvæmdatíminn er orðinn um sex ár og Dagur segir ljóst að miðstöðin sé langþráð. Bókasafnið í Úlfarsárdal verður sjöunda safn Borgarbókasafnsins en það verður opið á opnunartíma sundlaugarinnar, frá hálf sjö á morgnana til tíu á kvöldin. Skellti sér í sturtu í morgun Hin nýja Dalslaug er áttunda almenningssundlaug Reykjavíkur en síðast var ný sundlaug opnuð í Reykjavík árið 1998, Grafarvogslaug. Eftirvænting eftir nýrri laug, og opnun miðstöðvarinnar allrar, ruglaði borgarstjóra örlítið í ríminu í morgun. „Ég steingleymdi að ég væri að fara í sund að vígja laugina og smellti mér bara í sturtu,“ segir hann. Þannig fari hann allavega tvisvar í bað í dag. „Það er auðvitað alveg sérstaklega ánægjulegt að mæta alveg tandurhreinn í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal,“ segir borgarstjóri. Dagur segir að ákveðið hafi verið að teygja opnunarhátíðina yfir helgina vegna sóttvarnatakmarkanna. Þannig verði frítt ofan í laugina um helgina og allir velkomnir til að skoða bókasafnið og skólann fyrir eða eftir sundferð. „Þannig þetta verður ein allsherjar hverfis- og borgarhátíð,“ segir Dagur B. Eggertsson að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu