Páll Óskar syrgir Gutta: „Takk fyrir að velja mig sem lífsförunaut“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. desember 2021 00:26 Páll Óskar segir að seinustu dagar hafi verið honum einkum erfiðir. Daniel Thor Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kvaddi köttinn Gutta á föstudag eftir alls átján ára samveru. Gutti var orðinn nítján ára gamall þegar nýru hans byrjuðu að gefa sig. Söngvarinn minnist Gutta í hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni og fer yfir fjörugt lífshlaup hans. Hann segist vera fullur sorgar og það muni taka langan tíma að venjast því að hafa ekki sálufélaga sinn lengur á heimilinu. „Gutti fæddist í október 2002, og stakk af frá fyrri eiganda í Þingholtunum vegna ósættanlegs ágreinings við annan ógeldan gaur á sama heimili. Gutti ákvað að labba af stað og leita sér að íbúð í 101 eða 107 og þar hófst mikið flakk sem stóð lengi yfir,“ skrifar Páll Óskar. Í kjölfarið hafi Gutti meðal annars verið handsamaður á Prikinu, Sólon, Rammagerðinni, Íslandsbanka á Eiðistorgi, Tóbaksbúðinni Björk og Happdrætti DAS. „Hann var oft gómaður í miðasölu Háskólabíós og einu sinni var hann böstaður í Sal 1 þar sem hann var að horfa á kvikmynd Mel Gibsons The Passion of Christ.“ Lifað kóngalífi fram á seinasta dag Páll segir að leiðir þeirra hafi legið saman í mars árið 2004 þegar Gutti mætti óboðinn í afmælið hans. Poppstjarnan hafi ekki verið lengi að taka Gutta upp á sína arma sem lifði síðan kóngalífi í Vesturbænum fram á sinn seinasta dag. „Fyrstu þrjú árin þakkaði hann mér lífgjöfina með því að veiða allt sem hafði púls. Stundum leit heimilið út eins og hjá keðjusagarmorðingjanum í Texas. Einu sinni var keyrt á önd í götunni fyrir framan húsið. Gutti var eina vitnið. Hann dró líkið af öndinni af götunni, gegnum innkeyrsluna, inn í garð og tróð henni svo gegnum stofugluggan. Hann móðgaðist þegar ég varð brjálaður og fannst ég vera vanþakklátt pakk.“ Einstaklega gáfað dýr Söngvarinn heldur áfram og segir að Gutti hafi verið einstaklega gáfaður og óttalaus köttur. Eftir sem áður hafi hann verið orðinn nítján ára háaldraður köttur undir lokin með mikla gigtveiki. „Ævikvöldið var töfrum líkast. Ég vakti yfir honum alla nóttina, það var kyrrt og fallegt veður, logn og stjörnubjart og við horfðum á uppáhalds kvikmyndina hans, Terminator 2: Judgment Day. Aðeins 15 mínútum áður en Dagfinnur Dýralæknir kom heim til að hjálpa Gutta að sofna svefninum langa, fór Gutti í sinn loka labbitúr út í garð, þótt hann gæti varla stigið í lappirnar né haldið haus, bara til að tékka á yfirráðasvæðinu. Jafnvel við dauðans dyr, þá var hann ennþá á vakt,“ skrifar Páll Óskar sem segist aldrei eiga eftir að kynnast öðrum eins ketti. Tónlistarmaðurinn er þakklátur fyrir að hafa fengið að deila síðustu átján árum undir sama þaki og þessi vinur sinn. „Blessuð sé minning Gutta, sem náði að lifa í 19 ár (alls 92 mennsk ár) og var hvíldinni feginn þegar nýrun hans luku keppni í síðustu viku. Ég er alveg í klessu hérna. Búið að vera mjög erfitt að skrifa þessa minningargrein og skoða allar þessar gömlu myndir. Maður grenjar og tekur svo hlátursköst inn á milli,“ segir Páll Óskar. „Mikið var gott að deila lífinu með þér, Gutti. Takk fyrir að velja mig sem lífsförunaut. Ég hefði ekki getað valið betri kött. “ Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Söngvarinn minnist Gutta í hjartnæmri færslu á Facebook-síðu sinni og fer yfir fjörugt lífshlaup hans. Hann segist vera fullur sorgar og það muni taka langan tíma að venjast því að hafa ekki sálufélaga sinn lengur á heimilinu. „Gutti fæddist í október 2002, og stakk af frá fyrri eiganda í Þingholtunum vegna ósættanlegs ágreinings við annan ógeldan gaur á sama heimili. Gutti ákvað að labba af stað og leita sér að íbúð í 101 eða 107 og þar hófst mikið flakk sem stóð lengi yfir,“ skrifar Páll Óskar. Í kjölfarið hafi Gutti meðal annars verið handsamaður á Prikinu, Sólon, Rammagerðinni, Íslandsbanka á Eiðistorgi, Tóbaksbúðinni Björk og Happdrætti DAS. „Hann var oft gómaður í miðasölu Háskólabíós og einu sinni var hann böstaður í Sal 1 þar sem hann var að horfa á kvikmynd Mel Gibsons The Passion of Christ.“ Lifað kóngalífi fram á seinasta dag Páll segir að leiðir þeirra hafi legið saman í mars árið 2004 þegar Gutti mætti óboðinn í afmælið hans. Poppstjarnan hafi ekki verið lengi að taka Gutta upp á sína arma sem lifði síðan kóngalífi í Vesturbænum fram á sinn seinasta dag. „Fyrstu þrjú árin þakkaði hann mér lífgjöfina með því að veiða allt sem hafði púls. Stundum leit heimilið út eins og hjá keðjusagarmorðingjanum í Texas. Einu sinni var keyrt á önd í götunni fyrir framan húsið. Gutti var eina vitnið. Hann dró líkið af öndinni af götunni, gegnum innkeyrsluna, inn í garð og tróð henni svo gegnum stofugluggan. Hann móðgaðist þegar ég varð brjálaður og fannst ég vera vanþakklátt pakk.“ Einstaklega gáfað dýr Söngvarinn heldur áfram og segir að Gutti hafi verið einstaklega gáfaður og óttalaus köttur. Eftir sem áður hafi hann verið orðinn nítján ára háaldraður köttur undir lokin með mikla gigtveiki. „Ævikvöldið var töfrum líkast. Ég vakti yfir honum alla nóttina, það var kyrrt og fallegt veður, logn og stjörnubjart og við horfðum á uppáhalds kvikmyndina hans, Terminator 2: Judgment Day. Aðeins 15 mínútum áður en Dagfinnur Dýralæknir kom heim til að hjálpa Gutta að sofna svefninum langa, fór Gutti í sinn loka labbitúr út í garð, þótt hann gæti varla stigið í lappirnar né haldið haus, bara til að tékka á yfirráðasvæðinu. Jafnvel við dauðans dyr, þá var hann ennþá á vakt,“ skrifar Páll Óskar sem segist aldrei eiga eftir að kynnast öðrum eins ketti. Tónlistarmaðurinn er þakklátur fyrir að hafa fengið að deila síðustu átján árum undir sama þaki og þessi vinur sinn. „Blessuð sé minning Gutta, sem náði að lifa í 19 ár (alls 92 mennsk ár) og var hvíldinni feginn þegar nýrun hans luku keppni í síðustu viku. Ég er alveg í klessu hérna. Búið að vera mjög erfitt að skrifa þessa minningargrein og skoða allar þessar gömlu myndir. Maður grenjar og tekur svo hlátursköst inn á milli,“ segir Páll Óskar. „Mikið var gott að deila lífinu með þér, Gutti. Takk fyrir að velja mig sem lífsförunaut. Ég hefði ekki getað valið betri kött. “
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira