Norskur rappari reiður eftir að Alfons og félagar fögnuðu titlinum Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 10:30 Joddski birti meðal annars þessa mynd úr stúkunni á lokaleik Bodö/Glimt þar sem liðið tryggði sér meistaratitilinn. Alfons Sampsted, félagar hans í Bodö/Glimt og stuðningsmenn liðsins fögnuðu í gær meistaratitli annað árið í röð í norska fótboltanum. Ekki voru allir hrifnir af fagnaðarlátunum. Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar. Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn. Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana. Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski. Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021 Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga. „Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski. Norski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira
Alfons var að vanda í liði Bodö í gær þegar það vann 3-0 útisigur gegn Mjöndalen og tryggði sér meistaratitilinn, í lokaumferð deildarinnar. Norski rapparinn Joddski, eða Jörgen Nordeng, var hins vegar hundóánægður með það hve margt fólk mátti sjá samankomið í gær, í gulum og svörtum einkennislitum Bodö, til að fagna sigrinum. Á sama tíma glími listamenn við erfiðar afleiðingar samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég fann EINA andlitsgrímu þarna. Þetta er svolítið eins og að pissað sé yfir mann gulu og svörtu þvagi,“ skrifaði Joddski meðal annars á Facebook, en óskaði um leið Bodö til hamingju með titilinn. Hann hugðist halda tónleika í Bodö á laugardaginn en þeim var frestað vegna samkomutakmarkana. Rapparinn útskýrði mál sitt betur í viðtali við Avisa Nordland: „Þetta er alveg galið. Núna hefur í fjórða sinn fótunum verið kippt undan menningarstarfinu. Það gerðist með mjög skömmum aðdraganda. Við vitum ekkert um mögulegar bætur eða hvað verður,“ sagði Joddski. Joddski reagerer på Glimts gullfeiring: Et svik: Rapper Jørgen Nordeng, også kjent som Joddski, er provosert over det han fikk se i kjølvannet av Bodø/Glimts feiring av seriegullet søndag. https://t.co/iSW8tgHhgQ— ABC Nyheter Motor (@ABCNyheterMotor) December 13, 2021 Nýjar samkomutakmarkanir í Noregi gilda hins vegar ekki á leikjum í úrvalsdeildinni í fótbolta og þar hefur mátt fylla leikvangana. Joddski hefði viljað sjá tóma leikvanga. „Að þessu sinni er menningarbransinn ekki leiður. Við erum öskureið. Þetta hefur gengið of langt. Maður fyllist ógleði,“ sagði Joddski.
Norski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Sjá meira