Liverpool mætir Inter og Man. Utd. Atlético Madrid Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2021 14:20 Liverpool mætir Inter í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. getty/John Powell Dregið var aftur í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Liverpool dróst gegn Inter, Manchester United gegn Atlético Madrid og þá eigast Real Madrid og Paris Saint-Germain við. Upphaflega var dregið í hádeginu en vegna tæknilegra mistaka þurfti að draga aftur. United dróst gegn PSG í fyrri drættinum og fékk aftur erfiðan andstæðing, Spánarmeistara Atlético Madrid, í seinni drættinum. Liverpool fékk Salzburg í fyrri drættinum en Ítalíumeistara Inter í þeim seinni. Líkt og í fyrri drættinum drógust Evrópumeistarar Chelsea gegn Frakklandsmeisturum Lille. Ensku meistararnir í Manchester City fengu aftur nokkuð þægilegan andstæðing, Sporting frá Lissabon. Stærsta viðureign sextán liða úrslitanna er milli Real Madrid og PSG. Sergio Ramos mætir þar liðinu sem hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með og Kylian Mbappé liðinu sem flestir búast við að hann fari til næsta sumar. Upphaflega dróst Real Madrid gegn Benfica en Madrídingar voru ekki jafn heppnir í seinni drættinum. Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem unnu alla leiki sína í riðlakeppninni, mæta Salzburg frá Austurríki sem er í fyrsta sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ajax, sem vann einnig alla leikina sína í riðlakeppninni, mætir Benfica og Juventus og Evrópudeildarmeistarar Villarreal eigast við. Leikið er heima og að heiman í 16-liða úrslitum en reglan um útivallarmörk hefur verið afnumin. Fyrri leikirnir eru 15., 16., 22. og 23. febrúar, en seinni leikirnir 8., 9., 15. og 16. mars. Viðureignirnar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Salzburg - Bayern München Real Madrid - PSG Liverpool - Inter Juventus - Villarreal Man. Utd. - Atlético Madrid Chelsea - Lille Benfica - Ajax Sporting - Man. City Ógildi drátturinn í sextán liða úrslitin Benfica – Real Madrid Villarreal – Manchester City Atlético Madrid – Bayern München Salzburg – Liverpool Inter – Ajax Sporting Lissabon – Juventus Chelsea – Lille PSG – Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Upphaflega var dregið í hádeginu en vegna tæknilegra mistaka þurfti að draga aftur. United dróst gegn PSG í fyrri drættinum og fékk aftur erfiðan andstæðing, Spánarmeistara Atlético Madrid, í seinni drættinum. Liverpool fékk Salzburg í fyrri drættinum en Ítalíumeistara Inter í þeim seinni. Líkt og í fyrri drættinum drógust Evrópumeistarar Chelsea gegn Frakklandsmeisturum Lille. Ensku meistararnir í Manchester City fengu aftur nokkuð þægilegan andstæðing, Sporting frá Lissabon. Stærsta viðureign sextán liða úrslitanna er milli Real Madrid og PSG. Sergio Ramos mætir þar liðinu sem hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með og Kylian Mbappé liðinu sem flestir búast við að hann fari til næsta sumar. Upphaflega dróst Real Madrid gegn Benfica en Madrídingar voru ekki jafn heppnir í seinni drættinum. Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem unnu alla leiki sína í riðlakeppninni, mæta Salzburg frá Austurríki sem er í fyrsta sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ajax, sem vann einnig alla leikina sína í riðlakeppninni, mætir Benfica og Juventus og Evrópudeildarmeistarar Villarreal eigast við. Leikið er heima og að heiman í 16-liða úrslitum en reglan um útivallarmörk hefur verið afnumin. Fyrri leikirnir eru 15., 16., 22. og 23. febrúar, en seinni leikirnir 8., 9., 15. og 16. mars. Viðureignirnar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Salzburg - Bayern München Real Madrid - PSG Liverpool - Inter Juventus - Villarreal Man. Utd. - Atlético Madrid Chelsea - Lille Benfica - Ajax Sporting - Man. City Ógildi drátturinn í sextán liða úrslitin Benfica – Real Madrid Villarreal – Manchester City Atlético Madrid – Bayern München Salzburg – Liverpool Inter – Ajax Sporting Lissabon – Juventus Chelsea – Lille PSG – Manchester United
Salzburg - Bayern München Real Madrid - PSG Liverpool - Inter Juventus - Villarreal Man. Utd. - Atlético Madrid Chelsea - Lille Benfica - Ajax Sporting - Man. City
Benfica – Real Madrid Villarreal – Manchester City Atlético Madrid – Bayern München Salzburg – Liverpool Inter – Ajax Sporting Lissabon – Juventus Chelsea – Lille PSG – Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira