„Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 09:00 Andrea Sif Pétursdóttir verður í gipsi á næstunni eftir að hafa slitið hásin. stöð 2 Lokadagur Evrópumótsins í hópfimleikum var dramatískur í meira lagi fyrir Andreu Sif Pétursdóttur, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Hún sleit hásin en varð Evrópumeistari. Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku. Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku.
Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira