Biður fjölskyldu mannsins sem hann varð að bana afsökunar vegna nýrrar bókar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2021 22:21 Baldur segist harma þann sársauka sem hann hefur valdið fjölskyldu Magnúsar. Stöð 2 Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum. Baldur sendi fréttastofu yfirlýsinguna nú á ellefta tímanum eftir að móðir Magnúsar, Þorbjörg Finnbogadóttir, ræddi málið í þættinum Íslandi í dag í kvöld. Lýsti Þorbjörg þar meðal annars reiðinni sem hún fylltist eftir að hún heyrði lýsingar Baldurs á atlögunni og sakar hún Baldur um að hvítþvo sig af manndrápinu, ljúga til um atburði kvöldsins örlagaríka og iðrast ekki dauða Magnúsar. „Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim,“ skrifar Baldur í yfirlýsingunni. „Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sáraukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini,“ skrifar Baldur. Hann segir ætlunina ekki hafa verið að firra sig ábyrgð og segist hann harma að hafa ekki verið nógu skýr í endursögn sinni af aburðinum. „Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.“ Yfirlýsingu Baldurs má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar. Ísland í dag Bókaútgáfa Tengdar fréttir Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Baldur sendi fréttastofu yfirlýsinguna nú á ellefta tímanum eftir að móðir Magnúsar, Þorbjörg Finnbogadóttir, ræddi málið í þættinum Íslandi í dag í kvöld. Lýsti Þorbjörg þar meðal annars reiðinni sem hún fylltist eftir að hún heyrði lýsingar Baldurs á atlögunni og sakar hún Baldur um að hvítþvo sig af manndrápinu, ljúga til um atburði kvöldsins örlagaríka og iðrast ekki dauða Magnúsar. „Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim,“ skrifar Baldur í yfirlýsingunni. „Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sáraukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini,“ skrifar Baldur. Hann segir ætlunina ekki hafa verið að firra sig ábyrgð og segist hann harma að hafa ekki verið nógu skýr í endursögn sinni af aburðinum. „Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.“ Yfirlýsingu Baldurs má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.
Í ljósi þeirrar umfjöllunnar sem hefur verið um bók mína „Úr heljargreipum“ í fjölmiðlum síðustu daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég harma óendanlega þann sársauka sem ég hef valdið Þorbjörgu Finnbogadóttur, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum mínum í bókinni. Það var aldrei ætlun mín að særa þau meira en orðið er og það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki samband við þau áður en ég ritaði kaflann sem fjallar um þann sársauka sem ég olli þeim. Ég var valdur að dauða Magnúsar og vil ég á engan hátt draga úr ábyrgð minni í því máli. Fangelsisdómurinn var ekki mín refsing. Það var miklu frekar sársaukinn, skömmin og sektarkenndin sem fylgir því að vera valdur að dauða ungs manns í blóma lífsins, með tilheyrandi harmi og óbætanlegum missi fyrir fjölskyldu hans og vini. Ég hélt lengi vel að þessi megna vanlíðan sem ég lifi með væri mín afplánun, en hún er í raun dagleg áminning fyrir mig um þá ábyrgð sem ég ber á gjörðum mínum og afleiðingum þeirra. Ég átta mig á að það er aldrei hægt að bæta fyrir það að taka líf einhvers en það eina sem ég get gert er að gera mitt besta til að nota reynslu mína til að hjálpa öðrum af villigötum. Síðustu fjórtán ár ævi minnar hef ég í einlægni reynt að nýta þessa hræðilegu reynslu til að hjálpa öðrum og þannig reynt að koma í veg fyrir að mín skelfilegu mistök verði endurtekin af öðrum. Það var aldrei, er ekki og mun aldrei verða ætlun mín að firra mig af nokkurri ábyrgð og ég harma að ég hafi ekki verið nógu skýr í endursögn minni á þessum skelfilega atburði. Ég valdi að beita ofbeldi þetta kvöld sem hafði hræðilegar afleiðingar og varð að harmleik fyrir fjölda fólks sem aldrei verður bætt fyrir. Fyrir það er ég fullur iðrunar og á ég þá einu einlægu ósk að saga mín geti orðið öðrum víti til varnaðar.
Ísland í dag Bókaútgáfa Tengdar fréttir Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Baldur varð manni að bana og gefur nú út bók: „Þetta er risastórt uppgjör“ „Ég var mikill ofbeldismaður og gerði mér ekki grein fyrir hversu hræðilegar afleiðingarnar af því gætu orðið.“ Þetta sagði Baldur Freyr Einarsson í þættinum Ísland í dag. 28. september 2021 14:31