Þingfundur stóð til að verða 22 í gærkvöldi og lauk honum með því að frumvarpinu var vísað til umhverfis- og samgöngunefndar áður en það verður tekið til annarrar umræðu.
Frumvarpinu er ætlað að taka á ýmsum þáttum sem hafa komið upp vegna sölunnar á Mílu en frestur íslenska ríkisins til að koma fram með athugasemdir vegna kaupa franska sjóðstýringafélagsins Ardian á innviðum Mílu rennur út þann 17. desember næstkomandi.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur t.d. fram að þar séu gerðar ítarlegri kröfur til fjarskiptafyrirækja um áhættustýringu og viðbúnað. Ekki síst að því er varðar útvistun rekstrarþátta út fyrir íslenska lögsögu.
Lögfest verði ákvæði sem lúta að staðsetningu fjarskiptaneta. Skýrar verði kveðið á um eftirlitsheimildir Fjarskiptastofu og hlutverk stofnunarinnar er varðar almannahagsmuni og þjóðaröryggi.
Þá er lagt til að ráðherra geti bundið erlenda fjárfestingu skilyrðum í því skyni að koma í veg fyrir að hún geti ógnað öryggi landsins.