Landspítalinn tekur við rannsóknum helmings sýna í janúar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 08:14 Ákveðið var að flytja leghálssýnarannsóknirnar heim í kjölfar gagnrýni heilbrigðisstarfsmanna og kvenna. Getty Landspítalinn mun hefja rannsóknir á leghálssýnum upp úr áramótum en mun aðeins greina um helming allra íslenskra sýna fyrsta hálfa árið að minnsta kosti. Hinn helmingurinn verður greindur á Hvidovre-sjúkrahúsinu í Danmörku. Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu tækjabúnaðar í Ármúla, þar sem rannsóknirnar munu fara fram en þar eru nú þegar framkvæmdar veirufræðirannsóknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. „Það sem hefur kannski verið stærsta áskorunin er mönnun en við erum núna með fólk í viðtölum,“ segir Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, um undirbúninginn. Að rannsóknunum munu til að byrja með starfa einn reyndur frumuskoðari sem starfaði áður við frumurannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands og þrír sérfræðilæknar. Einn þeirra er frumumeinafræðingur sem verður þjálfaður í skoðun leghálssýna en hinir tveir hafa þegar reynslu. Þá hefur þegar einn meinafræðingur verið ráðinn sem hefur þjálfun um áramótin. Maríanna Garðarsdóttir.Landspítalinn Sýnunum deilt á milli Íslands og Danmerkur Sérfræðilæknarnir munu sinna frumurannsóknunum í hlutastarfi og takmörkuð mönnun fyrstu mánuðina er ástæða þess að aðeins helmingur sýna verður rannsakaður hérlendis til að byrja með. Landspítalinn er þó vel í stakk búinn til að sinna stærsta þætti verkefnisins, það er að segja HPV-greiningum, en það er gert með sama tækjabúnaði og hefur verið notaður við greiningar Covid-19. Að sögn Maríönnu er hins vegar ekki mælt með því að sýni séu HPV-greind á einum stað og frumuskoðuðu á öðrum og því mun Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu deila þeim í tvennt og mun helmingur fara til Landspítala og helmingur út til Danmerkur. Þar sem vélarnar hér heima annars vegar og í Danmörku hins vegar taka ólík sýnaglös, verður að sjá til þess fyrirfram að helmingur sýna sé tekinn með þeirri tegund sem notuð er hér og helmingur með þeirri tegund sem notuð er í Danmörku. Tvöfalt gæðaeftirlit Maríanna segir Landspítalann hafa átt mjög gott samstarf við embætti landlæknis og Samhæfingastöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu en fyrirkomulag skimananna verður þannig að konur munu fara í sýnatöku hjá heilsugæslunni eða kvensjúkdómalæknum, spítalinn sjá um rannsóknirnar og embætti landlæknis, sem heldur utan um svokallaða skimunarskrá, sjá til þess að svara konum í gegnum Heilsuveru. Gæðaeftirlit verður með þeim hætti að ákveðinn fjöldi sýna verður endurskoðaður innanhúss á Landspítalanum en Háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi og Equalis í Svíþjóð skoða hluta sýna þar sem greinast frumubreytingar, til að staðfesta að verið sé að greina þær og flokka rétt. „Við erum bara mjög sátt við það hvernig tekist hefur til í þessum undirbúningi því þetta er náttúrulega alltaf flókið að koma af stað nýrri starfsemi,“ segir Maríanna. Hún segir vissulega uppi miklar áskoranir á öllum sviðum innan spítalans en „við teljum okkur vera komin á þann stað að geta sinnt þessu með sóma,“ segir hún. Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Kvenheilsa Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. 4. nóvember 2021 06:58 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 28. september 2021 12:22 Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25. ágúst 2021 13:22 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu tækjabúnaðar í Ármúla, þar sem rannsóknirnar munu fara fram en þar eru nú þegar framkvæmdar veirufræðirannsóknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. „Það sem hefur kannski verið stærsta áskorunin er mönnun en við erum núna með fólk í viðtölum,“ segir Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, um undirbúninginn. Að rannsóknunum munu til að byrja með starfa einn reyndur frumuskoðari sem starfaði áður við frumurannsóknir hjá Krabbameinsfélagi Íslands og þrír sérfræðilæknar. Einn þeirra er frumumeinafræðingur sem verður þjálfaður í skoðun leghálssýna en hinir tveir hafa þegar reynslu. Þá hefur þegar einn meinafræðingur verið ráðinn sem hefur þjálfun um áramótin. Maríanna Garðarsdóttir.Landspítalinn Sýnunum deilt á milli Íslands og Danmerkur Sérfræðilæknarnir munu sinna frumurannsóknunum í hlutastarfi og takmörkuð mönnun fyrstu mánuðina er ástæða þess að aðeins helmingur sýna verður rannsakaður hérlendis til að byrja með. Landspítalinn er þó vel í stakk búinn til að sinna stærsta þætti verkefnisins, það er að segja HPV-greiningum, en það er gert með sama tækjabúnaði og hefur verið notaður við greiningar Covid-19. Að sögn Maríönnu er hins vegar ekki mælt með því að sýni séu HPV-greind á einum stað og frumuskoðuðu á öðrum og því mun Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu deila þeim í tvennt og mun helmingur fara til Landspítala og helmingur út til Danmerkur. Þar sem vélarnar hér heima annars vegar og í Danmörku hins vegar taka ólík sýnaglös, verður að sjá til þess fyrirfram að helmingur sýna sé tekinn með þeirri tegund sem notuð er hér og helmingur með þeirri tegund sem notuð er í Danmörku. Tvöfalt gæðaeftirlit Maríanna segir Landspítalann hafa átt mjög gott samstarf við embætti landlæknis og Samhæfingastöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu en fyrirkomulag skimananna verður þannig að konur munu fara í sýnatöku hjá heilsugæslunni eða kvensjúkdómalæknum, spítalinn sjá um rannsóknirnar og embætti landlæknis, sem heldur utan um svokallaða skimunarskrá, sjá til þess að svara konum í gegnum Heilsuveru. Gæðaeftirlit verður með þeim hætti að ákveðinn fjöldi sýna verður endurskoðaður innanhúss á Landspítalanum en Háskólasjúkrahúsið í Þrándheimi og Equalis í Svíþjóð skoða hluta sýna þar sem greinast frumubreytingar, til að staðfesta að verið sé að greina þær og flokka rétt. „Við erum bara mjög sátt við það hvernig tekist hefur til í þessum undirbúningi því þetta er náttúrulega alltaf flókið að koma af stað nýrri starfsemi,“ segir Maríanna. Hún segir vissulega uppi miklar áskoranir á öllum sviðum innan spítalans en „við teljum okkur vera komin á þann stað að geta sinnt þessu með sóma,“ segir hún.
Landspítalinn Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Kvenheilsa Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. 4. nóvember 2021 06:58 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 28. september 2021 12:22 Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25. ágúst 2021 13:22 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi. 4. nóvember 2021 06:58
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum. 28. september 2021 12:22
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði. 25. ágúst 2021 13:22