Lífið ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safninu á hverjum degi fram að jólum. Í dag, 15. desember, bjóðum við upp á lagið Ef ég nenni.
Helgi Björnsson og hljómsveitin Albatross tóku lagið Ef ég nenni á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð. Helgi var óvæntur leynigestur tónleikanna sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir á fimmtudag.