Á ensku heitir kvikmyndin „The Unbearable Weight of Massive Talent“.
Hún fjallar um mjög svo skuldsettan Nick Cage sem tekur einnar milljóna dala boði um að mæta í afmælisveislu spænsks auðjöfurs/glæpamanns, sem leikinn er af Pedro Pascal. Boðið vindur þó upp á sig og Cage er fenginn til að starfa á vegum Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA).
Hér að neðan má sjá stiklu myndarinnar.
Í samtali við Entertainment Weekly segir Nic Cage að hann sé að leika tilbúna útgáfu af sér sem heiti „Nick Cage“. Hann eigi erfitt vegna þeirrar höfnunar sem hann hafi orðið fyrir í Hollywood.
„Þetta er ekki ég. Ég er nokkuð ánægður með allt,“ sagði Cage. Nic, ekki Nick.
Auk Pedro Pascal leika Neil Patrick Harris, Sharon Horgan, Lily Sheen og Tiffany Haddish í myndinni.