Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 08:30 Dagur Dan Þórhallsson lék með Fylki í sumar. Þórhallur pabbi hans gerði garðinn frægan í Árbænum en varð síðar leikmaður og fyrirliði Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta. Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki