Legslímuflakk: bráðnauðsynlegar umbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 15. desember 2021 09:00 Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Legslímuflakk (endometriosis) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Einkenni sjúkdómsins eru mismunandi og geta verið óljós og breytileg milli tímabila hjá sama sjúklingi og því getur reynst erfitt að greina hann. Greiningartími er því oftar en ekki fleiri ár. Á kvenlækningadeild Landspítalans starfar þverfaglegt legslímuflakks-teymi. Þangað er sjúklingum vísað með tilvísun eða beiðni frá sérfræðilæknum. Meðhöndlun legslímuflakks hefst oft með lyfjameðferð en þörf er á aðgerð í svæfingu til að staðfesta greiningu og til að meðhöndla sjúkdóminn ef lyfjameðferð dugar ekki. Sjúklingunum eru gefin verkjalyf við verkjum sem verulega takmarka lífsgæði. Auk þess felst meðferðin í félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu þar eð sjúkdómurinn getur haft mikil andleg áhrif og leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Að sögn samtaka um endómetríósu getur biðtími eftir viðtali verið langur og mikið er um rangar greiningar áður en sjúkdómurinn er loks greindur. Þá kann skaðinn að vera orðinn mikill, bæði líkamlega og andlega. Biðtími eftir aðgerð er sömuleiðis langur og þar sem hún er síðasta meðferðarúrræðið, er ástand sjúklingsins jafnan orðið mjög slæmt. Verkjaástand er orðið viðvarandi og viðkomandi jafnvel óvinnufær. Fjöldi sjúklinga innan samtakanna skoðar nú leiðir til að fá lausn sinna mála erlendis og þó nokkrir hafa þegar leitað út fyrir landsteinana til frekari meðhöndlunar þar. Það er mikið réttindamál fyrir svo stóran hóp sjúklinga að fá rétta greiningu og meðhöndlun við sjúkdómnum eins snemma og hægt er. Það er ekki boðlegt að fjöldi sjúklinga bíði árum saman eftir réttri greiningu og þá eftir viðtali og réttri meðhöndlun mánuðum saman. Þeir eru verkjaðir, upplifa sig hjálparlausa og eru jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Upplýsingar og leiðbeiningar um greiningu og meðhöndlun legslímuflakks þurfa að vera útbreiddari. Mjög mikilvægt er að vinna á biðlistum eftir viðtali og meðhöndlun sjúkdómsins. Ég hef nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra varðandi meðhöndlun legslímuflakks. Athygli heilbrigðisyfirvalda hefur skiljanlega beinst í eina átt um nokkurt skeið. Ég hef fulla trú á að ráðherra taki þetta nú til tímabærrar skoðunar og beiti sér fyrir bráðnauðsynlegum umbótum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun