Kolbrún gapandi hissa á Jóni Rúnari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 09:37 Kolbrún Hrund og Jón Rúnar hafa verið öflug í sjálfboðavinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár. Vísir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, segist vera gapandi hissa á orðum Jóns Rúnars Halldórssonar, stjórnarmanns í Íslenskum toppfótbolta, í hennar garð. Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46