Spá mikilli fjölgun í fjármálageiranum og mikilli fækkun bænda og sjómanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 11:45 Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035. Myndin er af Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ný spá Hagstofunnar gerir ráð að starfsfólki muni fjölga mest innan fjármála- og vátryggingastarfsemi hér á landi fram til ársins 2035. Á sama tíma muni starfsfólki í landbúnaði og í fiskveiðum fækka verulega. Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira