Spá mikilli fjölgun í fjármálageiranum og mikilli fækkun bænda og sjómanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 11:45 Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035. Myndin er af Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ný spá Hagstofunnar gerir ráð að starfsfólki muni fjölga mest innan fjármála- og vátryggingastarfsemi hér á landi fram til ársins 2035. Á sama tíma muni starfsfólki í landbúnaði og í fiskveiðum fækka verulega. Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira