Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 17:14 Reglur sem tóku í gildi á landamærum Íslands í maí síðastliðnum eru sagðar brjóta í bága við jafnræðisreglur EES. Reglurnar hafi mismunað EES-borgurum þar sem þær giltu ekki fyrir íslenska ríkisborgara. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að með lögum sem sett voru í maí 2021, þar sem mælt var fyrir skyldu flugrekenda til að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins hafi EES-borgurum verið mismunað á óréttmætan hátt þar sem krafan átti ekki við íslenska ríkisborgara. Vísað er til þess að EES ríkjum sé heimilt að takmarka för milli landa til að hefta útbreiðslu faraldursins en aðgerðir eigi ekki að ganga lengra en nauðsynlegt er og verða þær að vera samræmdar. Stofnunin segist ekki hafa fengið viðunandi svör sem sýna fram á að aðgerðirnar gæti meðalhófs. Ísland hefur nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið. „Íslenskt, láttu það ganga“ brjóti í bága við reglur EES Þá hefur eftirlitsstofnunin ESA sömuleiðis sent rökstutt álit til Íslands vegna þátttöku yfirvalda í herferð þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að velja íslenska vöru og þjónustu fram yfir erlenda. Ísland er með því sagt brjóta í bága við EES-reglur með því að standa ekki við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins til að tryggja frjálsa vöruflutninga og frelsi til að veita þjónustu. Um er að ræða herferð sem ber yfirskriftina „Íslenskt, láttu það ganga“ og segir í tilkynningu ESA að slagorðið sendi þau skilaboð að val á íslenskum vörum og þjónustu skili sér aftur til neytenda. Herferðin er sögð hvetja neytendur til að velja frekar íslenska vöru en erlenda, sem brýtur í bága við grundvallaratriði EES-samningsins.Aðsend „Í kjölfar upplýsingabeiðni sem ESA sendi til Íslands í júní 2020 héldu íslensk stjórnvöld því fram að herferðin væri hluti af víðtækari aðgerðum til að styðja við atvinnulífið og fyrirtæki í landinu, til að bregðast við Covid-19 heimsfaraldrinum. Í kjölfar bréfaskipta við Íslands sendi ESA í desember 2020 formlegt áminningarbréf til Íslands þar sem bent var á að herferðin væri ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningunni. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður á Íslandi í tengslum við Covid-19 faraldurinn réttlæti ekki ráðstöfunina. Þar að auki sé herferðin miðuð að því að vernda innlend fyrirtæki og vörur á kostnað fyrirtækja og vara frá öðrum EES-ríkjum andstætt grundvallarmarkmiði EES-samningsins um að efla viðskipta- og efnahagstengsl innan EES. Evrópusambandið Samkeppnismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31 ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að með lögum sem sett voru í maí 2021, þar sem mælt var fyrir skyldu flugrekenda til að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins hafi EES-borgurum verið mismunað á óréttmætan hátt þar sem krafan átti ekki við íslenska ríkisborgara. Vísað er til þess að EES ríkjum sé heimilt að takmarka för milli landa til að hefta útbreiðslu faraldursins en aðgerðir eigi ekki að ganga lengra en nauðsynlegt er og verða þær að vera samræmdar. Stofnunin segist ekki hafa fengið viðunandi svör sem sýna fram á að aðgerðirnar gæti meðalhófs. Ísland hefur nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið. „Íslenskt, láttu það ganga“ brjóti í bága við reglur EES Þá hefur eftirlitsstofnunin ESA sömuleiðis sent rökstutt álit til Íslands vegna þátttöku yfirvalda í herferð þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að velja íslenska vöru og þjónustu fram yfir erlenda. Ísland er með því sagt brjóta í bága við EES-reglur með því að standa ekki við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins til að tryggja frjálsa vöruflutninga og frelsi til að veita þjónustu. Um er að ræða herferð sem ber yfirskriftina „Íslenskt, láttu það ganga“ og segir í tilkynningu ESA að slagorðið sendi þau skilaboð að val á íslenskum vörum og þjónustu skili sér aftur til neytenda. Herferðin er sögð hvetja neytendur til að velja frekar íslenska vöru en erlenda, sem brýtur í bága við grundvallaratriði EES-samningsins.Aðsend „Í kjölfar upplýsingabeiðni sem ESA sendi til Íslands í júní 2020 héldu íslensk stjórnvöld því fram að herferðin væri hluti af víðtækari aðgerðum til að styðja við atvinnulífið og fyrirtæki í landinu, til að bregðast við Covid-19 heimsfaraldrinum. Í kjölfar bréfaskipta við Íslands sendi ESA í desember 2020 formlegt áminningarbréf til Íslands þar sem bent var á að herferðin væri ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningunni. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður á Íslandi í tengslum við Covid-19 faraldurinn réttlæti ekki ráðstöfunina. Þar að auki sé herferðin miðuð að því að vernda innlend fyrirtæki og vörur á kostnað fyrirtækja og vara frá öðrum EES-ríkjum andstætt grundvallarmarkmiði EES-samningsins um að efla viðskipta- og efnahagstengsl innan EES.
Evrópusambandið Samkeppnismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31 ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31
ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00