Handbolti

Frakk­land síðasta landið inn í undan­úr­slit HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frakkland er komið í undanúrslit HM.
Frakkland er komið í undanúrslit HM. EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Frakkland vann góðan fimm marka sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Frakkland er þar með síðasta landið inn í undanúrslit mótsins.

Svíþjóð byrjaði leikinn betur og leiddi 3-1 snemma leiks en Frakkland jafnaði metin snögglega og eftir það var leikurinn í járnum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Staðan 15-15 í hálfleik.

Í stöðunni 17-17 skoraði franska liðið fjögur mörk í röð og þar með var í raun aldrei spurning hvort liðið færi áfram. 

Lokatölur 31-26 og Frakkland þar með komið í undanúrslit þar sem Danmörk bíður. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Noregur og Spánn.

Mörk franska liðsins dreifðust vel á milli leikmanna í kvöld. Þær Laura Flippes, Coralie Lassource og Alicia Toublanc voru markahæstar með fjögur mörk hver.


Tengdar fréttir

Þórir kominn með norska liðið í undan­úr­slit

Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sigurs gegn Rússlandi á HM kvenna í handbolta í dag. Noregur vann öruggan sex marka sigur, 34-28, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×