Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 11:43 Strandgæslan vinnur að því að flytja fólk á brott í borginni Cagayan de Oro í suðurhluta Filippseyja. AP/Philippine Coast Guard Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira
Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Sjá meira