Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir fyrirtækið hafa fengið fjölda fyrirspurna um útskýringar fyrir stjórnendur um það hvernig þessi veikleiki geti haft áhrif á tölvukerfi og hvernig stjórnendur fyrirtækja ættu að fylgjast með framgangi viðbragða tölvufólks.
„Einnig höfum við sett inn vangaveltur um hvernig stjórnendur ættu að undirbúa sig ef allt fer á versta veg, vera tilbúnir með svör. Syndis leggur mikla áherslu á að fyrirtæki séu á varðbergi, fylgist með kerfum sínum 24/7/365 og séu tilbúin að bregðast við ef vart verður við árás,“ segir Anton.
Anton segir að afleiðingar innbrota vegna þessa veikleika geti verið margvíslegar meðal annars upplýsingaleki, skemmdarverk á upplýsingakerfum eða gagnagíslataka með tilheyrandi kostnaði eru raunverulegar ógnir. Hann segir ennfremur að mikilvægt sé að fá fram staðreyndir og því hafi fyrirtækið ákveðið að búa til leiðbeiningar á mannamáli til stjórnenda.
Leiðbeiningar Syndis til stjórnenda vegna Log4j veikleikans má sjá hér.