Sara: Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður þessa skíðabrekku? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir byrjaði aftur að keppa í CrossFit en þótt hún væri stödd í Dúbaí þá slapp hún ekki við sleipann snjóinn. Instagram/sarasigmunds&dxbfitnesschamp Það er eitt að byrja að keppa átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð en annað að gera það í sleipri snjóbrekku. Sara Sigmundsdóttir horfðist í augun við óttann og kláraði þetta erfiða andlega próf með glans í gær. Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Sara tjáði sig um fyrsta daginn á CrossFit mótinu í Dúbaí og fékk líka mikið hrós frá umboðsmanni sínum Snorra Barón Jónssyni. „Verð ég virkilega að hlaupa upp og niður skíðabrekkuna?,“ er spurning sem Sara slær upp í uppgjörsfærslu sinni á fyrsta keppnisdeginum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það er ekki að ástæðulausu að íþróttakona í hennar sporum myndi spyrja af þessu. Það að hlaupa á hálum snjónum og ofan á það í brekku er ekki besta byrjunin fyrir íþróttamann að koma til baka eftir krossbandsslit. „Hverjar eru líkurnar að ég sé að keppa í fyrsta sinn eftir krossbandsslit og í fyrstu tveimur greinunum þurfi ég að hlaupa upp og niður skíðabrekku. Í Dúbaí af öllum stöðum,“ skrifaði Sara. „Ég var ánægð með að horfast í augu við óttann og sanna það að ég treyst líkamanum mínum og að líkaminn minn geti treyst mér. Get ekki beðið eftir því að keppa á Dúbaí tennisvellinum á morgun (í dag) og taka á því með öllum þessum stórkostlegu íþróttkonum,“ skrifaði Sara. Annar dagurinn á Dubai CrossFit Championship er framundan og situr Sara í ellefta sætinu eftir fyrsta daginn þar sem báðar greinarnar fóru fram í skíðahöllinni í Dúbaí. „Hún er komin aftur og ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því hversu ánægður ég er,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fyrrnefndri færslu Söru. „Fyrsti dagurinn á Dubai CrossFit Championship var alvöru próf fyrir einhvern sem fór í hnéaðgerð fyrir átta mánuðum en Sara Sigmundsdóttir náði prófinu með glæsibrag,“ skrifaði Snorri. „Það var það sem ég óskaði að hún færi í gegnum þetta heil og næði að sýna að líkaminn hennar væri í klár í keppni fyrir 2022 tímabilið. Allt í góðu til þessa og ég er mjög spenntur fyrir næstu tveimur dögum,“ skrifaði Snorri. Keppnin hefst í hádeginum í dag að íslenskum tíma eða klukkan fjögur eftir hádegi af staðartíma. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira