Sölvi Geir tjáir sig um Fazmo: „Fight Club“ í Fossvoginum en engin glæpasamtök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2021 10:01 Sölvi Geir Ottesen og myndbrot úr þættinum „Víkingar: Fullkominn endir“ sem er verið að frumsýna á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þessi misserin. S2 Sport Sölvi Geir Ottesen var í engum glæpasamtökum þegar hann var yngri þótt að margir hafi komið upp að honum og haldið það. Hann fór yfir sögu Fazmo klíkunnar í þáttunum um fullkomin endi hans og Kára Árnasonar með Víkingum. Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkings, var í aðalhlutverki í öðrum þætti heimildaþáttanna „Víkingar: Fullkominn endir“ sem eru frumsýndir um hverja helgi bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Sölvi Geir Ottesen ræðir hér Fazmo-gengið.S2 Sport Sölvi Geir fór yfir sögu sína og þar á meðal tengsl sín við Fazmo-klíkuna. Það var mikið gert úr því í fjölmiðlum á sínum tíma að landsliðsmaður væri í henni frægu Fazmo-klíku. Sölvi tjáði sig nú í fyrsta sinn um hvað þessi Fazmo-klíka snerist og hvernig hann blandaðist inn í hana. Sölvi sagði frá upphafinu þegar vinirnir fóru að hittast í bílskúrnum hjá einum sem hafði útbúið góða aðstöðu fyrir vinina að koma saman eftir skóla. Vinur hans setti meðal annars upp boxpúða og þar fóru félagarnir síðan að horfa á vídeóspólur með bardögum úr UFC. Sölvi sagðist hafa eytt mjög miklum tíma þar. Árið er 1999 og „Fight Club“ er þarna ein vinsælasta kvikmyndin. Komust yfir UFC spólur S2 Sport „Við komust yfir þessar UFC spólur og við byrjum að horfa á þær og leika eftir hinu og þessu sem við sjáum á spólunum. Við höfum gaman af gannislag og við byrjum að reyna að læra þessi trix sem við sjáum á spólunum ásamt því að vera boxa hvorn annan inn í bílskúrnum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. „Það eru einhverjir úr öðrum hverfum byrjaðir að frétta af þessum „Fight Club“ í Fossvoginum og þá byrja að koma einhverjir úr Breiðholtinu, einhver úr Keflavík. Þú ert fimmtán, sextán ára gamall. Þetta er ekkert gengi þetta er bara hópur af bestu vinum sem hanga saman og eru að fíflast,“ sagði Sölvi Geir. Klippa: Víkingar, Fullkominn endir: Sölvi Geir og Fazmo gengið Sem betur fer var Borgarspítali bara í næsta húsi „Þar boxuðum við hina og þessa menn í bílskúrnum. Sem betur fer var Borgarspítali bara í næsta húsi, stutt leið fyrir brotna putta, brotið nef og svona. Síðan færist þetta yfir á skólaböll og síðan niður í miðbæinn. Menn eru bara öruggir með sig þegar kemur að því að þú lendir í slagsmálum. Menn bakka ekkert út úr slagsmálunum heldur bjóða þau velkomin,“ sagði Sölvi. „Við vorum allir mjög góðir vinir á þessum tíma og þegar ég fór út í atvinnumennsku þá var gerð bloggsíða þannig að ég gæti fylgst með félögunum og hvað þeir væru að gera á Íslandi. Fljótlega eftir að ég fer til Svíþjóðar þá kemur leiðinlegt atvik þar sem einn verður illa fyrir barðinu á vinum mínum, þessum hópi,“ sagði Sölvi. Fazmo meðlimur valinn í landsliðið Úrklippa úr DV frá þessum tíma.Timarit.is/DV „Fréttamiðlar komast í það. Strákarnir gera þau mistök að vera gorta sig inn á þessari bloggsíðu um hvað þeir höfðu gert umrætt kvöld. Fréttamiðlarnir komast í það og það kemur síðan í kjölfarið inn á DV að Fazmo meðlimur hafi verið valinn í landsliðið. Maður er vissulega bendlaður við þetta,“ sagði Sölvi. „Þetta voru aldrei nein skipulögð glæpasamtök eða eitthvað svoleiðis. Þetta var bara hópur af vinum sem ákváðu að kalla sig einhverju nafni þegar þeir voru fimmtán, sextán ára og héldu sig við það. Það hafa margir komið upp að mér löngu eftir þetta og verið að tala um þetta gengi. Maður hefur heyrt misgáfulegar sögur um hvað þeir héldu að þetta gengi snerist um. Margir halda að þetta hafi verið einhver glæpasamtök en það var fjarri lagi,“ sagði Sölvi Geir. Það má sjá Sölva ræða Fazmo-klíkuna hér fyrir ofan. „Víkingar: Fullkominn endir“ er ný þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við fáum innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen á knattspyrnuferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokaspretti Víkinga í sumar þar liðið varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru sýndir samhliða á Stöð 2 Sport og Stöð 2. Þriðji þátturinn verður sýndur um helgina, fyrst klukkan 20.20 á laugardaginn á Stöð 2 Sport og svo aftur klukkan 19.40 á sunnudaginn á Stöð tvö. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. 16. desember 2021 11:00 Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. 15. október 2021 14:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Víkings, var í aðalhlutverki í öðrum þætti heimildaþáttanna „Víkingar: Fullkominn endir“ sem eru frumsýndir um hverja helgi bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Sölvi Geir Ottesen ræðir hér Fazmo-gengið.S2 Sport Sölvi Geir fór yfir sögu sína og þar á meðal tengsl sín við Fazmo-klíkuna. Það var mikið gert úr því í fjölmiðlum á sínum tíma að landsliðsmaður væri í henni frægu Fazmo-klíku. Sölvi tjáði sig nú í fyrsta sinn um hvað þessi Fazmo-klíka snerist og hvernig hann blandaðist inn í hana. Sölvi sagði frá upphafinu þegar vinirnir fóru að hittast í bílskúrnum hjá einum sem hafði útbúið góða aðstöðu fyrir vinina að koma saman eftir skóla. Vinur hans setti meðal annars upp boxpúða og þar fóru félagarnir síðan að horfa á vídeóspólur með bardögum úr UFC. Sölvi sagðist hafa eytt mjög miklum tíma þar. Árið er 1999 og „Fight Club“ er þarna ein vinsælasta kvikmyndin. Komust yfir UFC spólur S2 Sport „Við komust yfir þessar UFC spólur og við byrjum að horfa á þær og leika eftir hinu og þessu sem við sjáum á spólunum. Við höfum gaman af gannislag og við byrjum að reyna að læra þessi trix sem við sjáum á spólunum ásamt því að vera boxa hvorn annan inn í bílskúrnum,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. „Það eru einhverjir úr öðrum hverfum byrjaðir að frétta af þessum „Fight Club“ í Fossvoginum og þá byrja að koma einhverjir úr Breiðholtinu, einhver úr Keflavík. Þú ert fimmtán, sextán ára gamall. Þetta er ekkert gengi þetta er bara hópur af bestu vinum sem hanga saman og eru að fíflast,“ sagði Sölvi Geir. Klippa: Víkingar, Fullkominn endir: Sölvi Geir og Fazmo gengið Sem betur fer var Borgarspítali bara í næsta húsi „Þar boxuðum við hina og þessa menn í bílskúrnum. Sem betur fer var Borgarspítali bara í næsta húsi, stutt leið fyrir brotna putta, brotið nef og svona. Síðan færist þetta yfir á skólaböll og síðan niður í miðbæinn. Menn eru bara öruggir með sig þegar kemur að því að þú lendir í slagsmálum. Menn bakka ekkert út úr slagsmálunum heldur bjóða þau velkomin,“ sagði Sölvi. „Við vorum allir mjög góðir vinir á þessum tíma og þegar ég fór út í atvinnumennsku þá var gerð bloggsíða þannig að ég gæti fylgst með félögunum og hvað þeir væru að gera á Íslandi. Fljótlega eftir að ég fer til Svíþjóðar þá kemur leiðinlegt atvik þar sem einn verður illa fyrir barðinu á vinum mínum, þessum hópi,“ sagði Sölvi. Fazmo meðlimur valinn í landsliðið Úrklippa úr DV frá þessum tíma.Timarit.is/DV „Fréttamiðlar komast í það. Strákarnir gera þau mistök að vera gorta sig inn á þessari bloggsíðu um hvað þeir höfðu gert umrætt kvöld. Fréttamiðlarnir komast í það og það kemur síðan í kjölfarið inn á DV að Fazmo meðlimur hafi verið valinn í landsliðið. Maður er vissulega bendlaður við þetta,“ sagði Sölvi. „Þetta voru aldrei nein skipulögð glæpasamtök eða eitthvað svoleiðis. Þetta var bara hópur af vinum sem ákváðu að kalla sig einhverju nafni þegar þeir voru fimmtán, sextán ára og héldu sig við það. Það hafa margir komið upp að mér löngu eftir þetta og verið að tala um þetta gengi. Maður hefur heyrt misgáfulegar sögur um hvað þeir héldu að þetta gengi snerist um. Margir halda að þetta hafi verið einhver glæpasamtök en það var fjarri lagi,“ sagði Sölvi Geir. Það má sjá Sölva ræða Fazmo-klíkuna hér fyrir ofan. „Víkingar: Fullkominn endir“ er ný þáttaröð í fjórum hlutum þar sem við fáum innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen á knattspyrnuferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokaspretti Víkinga í sumar þar liðið varð Íslands- og bikarmeistari. Þættirnir eru sýndir samhliða á Stöð 2 Sport og Stöð 2. Þriðji þátturinn verður sýndur um helgina, fyrst klukkan 20.20 á laugardaginn á Stöð 2 Sport og svo aftur klukkan 19.40 á sunnudaginn á Stöð tvö. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Reykjavík Tengdar fréttir Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. 16. desember 2021 11:00 Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. 15. október 2021 14:00 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Sjá meira
Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. 16. desember 2021 11:00
Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. 18. október 2021 10:01
Sölvi Geir: Mjög erfitt að vinna tvöfalt en við erum í dauðafæri núna Víkingar geta á morgun orðið fyrsta félagið í tíu ár og aðeins það annað á öldinni til að vinna tvöfalt í karlafótboltanum þegar liðið mætir ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvellinum. 15. október 2021 14:00