Fékk að knúsa barnabarnið í fyrsta skipti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2021 12:00 Guðmundur Felix er kominn í frí til landsins, til að hitta börn sín og barnabörn en líka til að kynna nýútkomna bók sína, 11.000 volt. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson er kominn til landsins í fyrsta sinn eftir að hafa fengið grædda á sig handleggi. Hann ætlar að taka sér kærkomið frí til að knúsa börnin sín í fyrsta sinn eftir að hafa fengið handleggi, og fékk í gær loks að knúsa nýfætt afabarn sitt. „Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
„Þetta er með erfiðari árum sem ég hef átt en jafnframt það ánægjulegasta, því maður er að sjá árangur í hverjum mánuði, stundum viku frá viku. Þannig að þetta er búið að vera stórkostlegt,” segir Guðmundur Felix. Hann var fyrstur manna til að fá grædda á sig handleggi, en það var gert 14. janúar á sjúkrahúsi í Frakklandi. Aðgerðin er sögð læknisfræðilegt afrek en hugurinn hefur ekki síður borið Guðmund Felix hálfa leið, enda hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir einstakt hugarfar. Lyfin segir hann hafa talsverð áhrif, en þau eru ónæmisbælandi sem þýðir að bólusetningar virka ekki á hann. Hann er því ekki með mótefni fyrir covid19, þrátt fyrir að hafa fengið fjórar sprautur við sjúkdómnum. „Ef ég fengi covid þá er hægt að setja í mig mótefni. En ef ég fæ covid þá bara fæ ég covid og það verður bara að koma ljós,” segir hann, spurður hvort hann óttist það að smitast af veirunni. „Ég fer varlega, ég er ekki mikið innan um fjölmenni. Ég er knúsari en reyni samt að knúsa ekki alla sem ég hitti núna.” Hins vegar sé erfitt að forðast knúsin, sérstaklega hér á landi. Hann nefnir alla vini sína og þann mikla stuðning sem hann hafi fengið frá Íslendingum. Það sé þó erfiðara að forðast knús frá börnum sínum og barnabörnum. „Það er náttúrlega litli afastrákurinn minn sem ég hélt á í fyrsta skipti í gær, eins mánaða gamlan. Ég fékk að sitja með hann, gat haldið á honum, og á svo tvær aðrar afastelpur og einn eldri og dætur mínar náttúrlega. Það er ekkert hægt að sleppa því að knúsa þau öll,” segir Guðmundur Felix og brosir. Nánar verður rætt við Guðmund Felix í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42 Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
„Neglurnar vaxa mjög hratt og hárin farin að aðlagast mér“ Endurhæfingaferli Guðmundar Felix Grétarssonar í Lyon gengur afar vel og hafa hann og eiginkona hans ílengst þar og hætt við að flytja aftur til Íslands, allavega í bili. 20. nóvember 2021 17:42
Guðmundur Felix notar nýju hendurnar til að bera sólarvörn á eiginkonuna „Hugmyndin er að nota hendurnar eins mikið og hægt er til að örva taugarnar til að vaxa í fingurna,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. 2. ágúst 2021 14:48