Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 09:02 Dennis Rodman missti af tækifærinu að spila með Böðvari Guðjónssyni í liði Bumbunnar. EPA&S2 Sport Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan. Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Aðallið KR hefur ekki bara verið í sviðljósinu í tíð Böðvars hjá KR heldur hefur KR-bumban einnig minnt á sig með góðri frammistöðu í bikarkeppninni. Böðvar Guðjónsson rifjaði upp eitt slíkt bikarævintýri KR-bumbunnar. KR-bumban hafði slegið út 1. deildarlið Stjörnunnar út úr Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar veturinn 2005-06 og lenti á móti Grindavík í sextán liða úrslitunum í janúar. „Við fáum Grindavík í sextán liða úrslitunum og þá erum við að spekúlera að við þurfum að fá okkur erlendan leikmann. Við fljúgum Lazlo Nemeth til Íslands og hann er þjálfari í þessum leik,“ sagði Böðvar Guðjónsson. Nemeth gerði KR að Íslandsmeisturum vorið 1990 sem var þá fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í meira en áratug. „Þá kemur einhver með hugmyndina: Dennis Rodman, við verðum að tékka á honum. Ha, Dennis Rodman. Við tékkum á Dennis Rodman og okkur var bara alvara,“ rifjaði Böðvar upp. Klippa: Foringjarnir: Dennis Rodman og KR-bumban „Einn leikur og við vorum búnir að lofa honum flöskuborði á einhverjum bar niðri í bæ og svítunni á Hótel Borg eða eitthvað. Ég man ekki hvernig þetta var. Þá var það hundrað þúsund dollarar og þá dró aðeins úr okkur,“ sagði Böðvar léttur. Hundrað þúsund dollarar í dag eru rúmar þrettán milljónir íslenskra króna. „Við enduðum með Melvin Scott sem spilaði með meistaraflokki það árið að mig minnir. Hann kom úr Norður-Karólínu og var meistari þar. Hann setti einhver 40 til 50 stig hérna á Grindavík,“ sagði Böðvar. Scott skoraði 42 stig í leiknum en þeir Ólafur Jón Ormsson og Baldur Ólafsson voru næststigahæstir með átta stig. „Bumban er mér svo ástkær. Við komust yfir í þriðja leikhluta og Friðrik Rúnars, sem þá var að þjálfa Grindavík, þurfti að taka tíma. Það var bara sigur að Grindavík þurfti að taka tíma í þriðja leikhluta á móti Bumbunni. Þessi saga verður ekkert lengri en þetta var dæmi um eina af þessum brjáluðustu hugmyndum, Dennis Rodman,“ sagði Böðvar. Það má sjá Böðvar segja frá þessu hér fyrir ofan.
Foringjarnir Subway-deild karla KR Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira