Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þar segir að að á morgun verði norðaustlæg eða breytileg átt, þrír til tíu metrar á sekúndu.
„Skúrir eða slydduél syðst á landinu og stöku él við norðausturströndina, annars bjart með köflum. Veður fer kólnandi og á morgun verður komið frost um mest allt land.
Á miðvikudag (Þorláksmessu) er útlit fyrir austan og norðaustan golu eða kalda. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en dálítil él fyrir norðan og austan. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 6 stig.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Stöku él við S- og A-ströndina, annars bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum á NA-landi, en hiti um eða yfir frostmarki S-lands.
Á miðvikudag: Austan- og norðaustanátt 3-8. Léttskýjað V-til á landinu, en stöku él á NA- og A-landi. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, en frostlaus við S- og SV-ströndina.
Á fimmtudag (Þorláksmessa): Austlæg átt og bjart veður, en skýjað A-lands og dálítil él syðst á landinu. Hiti breytist lítið.
Á föstudag (aðfangadagur jóla) og laugardag (jóladagur): Útlit fyrir norðanátt með lítilsháttar éljum á N- og A-landi.