Segir Jülevenner öruggasta staðinn til að vera á Snorri Másson skrifar 20. desember 2021 15:58 Þrjár sýningar ættu að vera á miðvikudag og þrjár á fimmtudag, ef takmarkanir slá það ekki út af borðinu. Emmsjé gauti Mælirinn er fullur, segir viðburðahaldari sem veit ekki hvort hann geti haldið tónleika í Hörpu á morgun í ljósi yfirvofandi samkomutakmarkana. Emmsjé Gauti segir Þorláksmessutónleika sína öruggasta staðinn til að vera á í vikunni. Hertar samkomutakmarkanir verða tilkynntar á morgun. Þar gætu tónleikar lent undir hramminum, eins og Julevenner Emmsjé Gauta á fimmtudaginn. Rapparinn heldur þó í vonina. „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta verið með viðburð ef við erum að hraðprófa, hólfaskipta og passa upp á að allt sé upp á tíu?“ segir rapparinn, skírnarnafni Gauti Þeyr Másson. Drekkum bara aðeins minna og verum með aðeins minni læti í ár, og förum svo alla leið með þetta á næsta ári, segir Gauti. „Ég held að það sé ekki til öruggari staður 22. og 23. desember heldur en að vera á Julevenner í merktu sæti inni í sal með grímu,“ segir rapparinn. Fer margra mánaða vinna í súginn eða ekki? Steinþór Helgi Arnsteinsson er að skipuleggja hátíðartónleika Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius í Hörpu á morgun, það er að segja ef Guð lofar. „Óvissan er alltaf svo hrikalega óþægileg. Ég skil ekki af hverju það er ekki bara hægt að segja strax hvað á að gera. Það er rosalega erfitt fyrir mig að vera í dag á fullu og ég veit ekki hvort tónleikarnir á morgun verði eða ekki, eða hvort margra mánaða vinna og kostnaður sé bara að fara í súginn eða ekki,“ segir Steinþór. Þegar núgildandi aðgerðir voru ákveðnar í byrjun desember, kvaðst Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að geta ráðist í tilslakanir fyrir jól. Nú stefnir í hið gagnstæða. „Núna finnst mér mælirinn bara vera fullur í því hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér með því að gefa fólki von. Það er sagt að ef við gerum þetta svona eða hinsegin þá verður þetta svona, en svo hefur það aldrei staðist. Og það er einfaldlega verið að kippa fótunum undan litlum rekstraraðilum. Og það hlýtur að vera að ef ríkisstjórnin ætlar að loka núna beint fyrir jól að þau komi þá strax í kjölfarið með einhverjar aðgerðir til að hjálpa þessum aðilum sem eru að verða fyrir risahöggi,“ segir Steinþór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Hertar samkomutakmarkanir verða tilkynntar á morgun. Þar gætu tónleikar lent undir hramminum, eins og Julevenner Emmsjé Gauta á fimmtudaginn. Rapparinn heldur þó í vonina. „Ég sé ekki af hverju við ættum ekki að geta verið með viðburð ef við erum að hraðprófa, hólfaskipta og passa upp á að allt sé upp á tíu?“ segir rapparinn, skírnarnafni Gauti Þeyr Másson. Drekkum bara aðeins minna og verum með aðeins minni læti í ár, og förum svo alla leið með þetta á næsta ári, segir Gauti. „Ég held að það sé ekki til öruggari staður 22. og 23. desember heldur en að vera á Julevenner í merktu sæti inni í sal með grímu,“ segir rapparinn. Fer margra mánaða vinna í súginn eða ekki? Steinþór Helgi Arnsteinsson er að skipuleggja hátíðartónleika Sigurðar Guðmundssonar og Sigríðar Thorlacius í Hörpu á morgun, það er að segja ef Guð lofar. „Óvissan er alltaf svo hrikalega óþægileg. Ég skil ekki af hverju það er ekki bara hægt að segja strax hvað á að gera. Það er rosalega erfitt fyrir mig að vera í dag á fullu og ég veit ekki hvort tónleikarnir á morgun verði eða ekki, eða hvort margra mánaða vinna og kostnaður sé bara að fara í súginn eða ekki,“ segir Steinþór. Þegar núgildandi aðgerðir voru ákveðnar í byrjun desember, kvaðst Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að geta ráðist í tilslakanir fyrir jól. Nú stefnir í hið gagnstæða. „Núna finnst mér mælirinn bara vera fullur í því hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér með því að gefa fólki von. Það er sagt að ef við gerum þetta svona eða hinsegin þá verður þetta svona, en svo hefur það aldrei staðist. Og það er einfaldlega verið að kippa fótunum undan litlum rekstraraðilum. Og það hlýtur að vera að ef ríkisstjórnin ætlar að loka núna beint fyrir jól að þau komi þá strax í kjölfarið með einhverjar aðgerðir til að hjálpa þessum aðilum sem eru að verða fyrir risahöggi,“ segir Steinþór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira