Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 16:56 Joe Manchin hefur haft mikið að segja um þau fáu frumvörp sem hafa verið samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings undanfarið. AP/J. Scott Applewhite Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51