Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 16:56 Joe Manchin hefur haft mikið að segja um þau fáu frumvörp sem hafa verið samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings undanfarið. AP/J. Scott Applewhite Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Sjá meira
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51