Norskir fjölmiðlar fjalla um meintan ritstuld seðlabankastjóra Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 10:39 Ásakanir Bergsveins á hendur Ásgeiri Jónssyni eru farnar að vekja athygli út fyrir landsteina. Í Noregi þykir það tíðindum sæta að íslenski seðlabankastjórinn skuli mega sæta öðru eins og því að vera sakaður um ritstuld. En bók Bergsveins, Svarti víkingurinn, kom út í Noregi 2013 og naut mikilla vinsælda þar í landi, seldist í 25 þúsund eintökum. vísir/vilhelm Ásakanir Bergsveins Birgissonar rithöfundar á hendur Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra þess efnis að hann hafi farið ránshendi um bók hans Leitinni af svarta víkingnum við ritun Eyjunnar hans Ingólfs hafa vakið athygli erlendra fjölmiðla. Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs. Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Norska dagblaðið Klassekampen fjallar málið og þar á bæ vekur það helst athygli að Bergsveinn fari fram með ásakanir sínar um ritstuld gegn seðlabankastjóra Íslands. „Ut mot sentralbanksjef“ eða „Fer fram gegn seðlabankastjóra“. Þar segir að Bergsveinn staðhæfi að íslenski seðlabankastjórinn hafi gerst sekur um ritstuld, fengið kenningar að láni úr bókinni Svarta víkingnum sem kom út í Noregi 2013 og naut þar mikillla vinsælda. Vísað er til greinargerðar Bergsveins þess efnis sem hann birti á Vísi og hefur dregið dilk á eftir sér. Bergsveinn segir, í samtali við Vísi, að vinur hans sé nú að þýða greinargerðina yfir á norsku og þá megi þess vænta að málið muni vekja enn meiri athygli utan landsteina en þegar er orðið. Eins og fram hefur komið hefur siðanefnd Háskóla Íslands málið nú til umfjöllunar innan sinna vébanda en greinargerðar Ásgeirs um málið er vænst en hann hefur boðað að hann muni fara í og svara ásökunum Bergsveins lið fyrir lið. Ásgeir hefur alfarið hafnað ásökunum Bergsveins. Þá hefur hið norska Morgunbladed fjallað ítarlega um málið undir fyrirsögninni „Forfatter meinar han er utsett for plagiat – af Islands sentralbanksjef“ Þar er vitnað í Bergsvein í undirfyrirsögn sem segir að óheppilegt sé að viðkomandi gegni svo hárri stöðu innan íslenska ríkisins. Þar er einnig vísað til umfjöllunar Vísis en Bergsveinn segir í samtali við Helene Hovden Hardeide að sér hafi brugðið í brún þegar hann las bók Ásgeirs; slík hafi samsvörunin verið milli bókar sinnar og svo þess sem hann las í Eyjunni hans Ingólfs.
Noregur Bókaútgáfa Höfundarréttur Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Tengdar fréttir „Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46 Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52 Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég hef aldrei áður verið vændur um stuld“ Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur brugðist við fréttaflutningi af meintum hugverkastuldi og ásökunum Bergsveins Birgissonar, segist hafa lesið Leitina að svarta víkingnum en hún sé ekki hefðbundin sagnfræði. 10. desember 2021 10:46
Sakar seðlabankastjóra um ritstuld Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, telur engan vafa á leika að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafi í veigamiklum atriðum stuðst við bók hans Leitina að svarta víkingnum í bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Án þess að geta heimilda. Það heitir rit- og hugmyndastuldur. 8. desember 2021 15:52
Stolið og rangfært – um Eyjuna hans Ingólfs eftir Ásgeir Jónsson Út er komin bókin Eyjan hans Ingólfs (héreftir EHI) eftir Ásgeir Jónsson. Útgefandi er Almenna bókafélagið (2021). Höfundur er með doktorsgráðu í hagfræði og var deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Höfundur starfar nú sem seðlabankastjóri Íslands. 8. desember 2021 15:43