Forsetinn og fjölmenni heiðruðu Fjölni við útförina Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 11:15 Gestir við útföfrina í dag höfðu um margt að ræða enda minningarnar margar. Vísir/Vilhelm Útför Fjölnis Geirs Bragasonar húðflúrlistamanns verður gerð frá Fossvogskirkju klukkan 13 í dag. Útförinni verður streymt á Vísi. Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39
Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22
„Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30