Forsetinn og fjölmenni heiðruðu Fjölni við útförina Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 11:15 Gestir við útföfrina í dag höfðu um margt að ræða enda minningarnar margar. Vísir/Vilhelm Útför Fjölnis Geirs Bragasonar húðflúrlistamanns verður gerð frá Fossvogskirkju klukkan 13 í dag. Útförinni verður streymt á Vísi. Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39
Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22
„Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30