Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Snorri Másson skrifar 21. desember 2021 16:10 Síðustu mánuðir hafa verið átakanlegir í lífi þessara afgönsku mæðgina, sem komust við illan leik af flugvellinum í Kabúl í sumar. En Arsalan litli varð í fyrsta kasti eftir - og hitti í morgun mömmu sína í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Vísir/Snorri Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Arsalan var tveggja mánaða þegar hann var skilinn eftir hjá ömmu sinni á flugvellinum í Kabúl - foreldrar hans voru færðir inn í flugvél og af stað. Hann varð eftir. Nú er hann sex mánaða gamall. Faðir hans, Khairullah Yosufi, flaug fyrir nokkrum dögum á móti föruneytinu sem færði þeim son þeirra. Hann lýsti því í samtali við fréttastofu á flugvellinum að vegna fjarvistanna þekkti sonur hans hann ekki lengur. Það tók mjög á hann. Barnið grét og grét - en hægt og rólega kemur hann nú til. Fréttastofa fylgdist með fagnaðarfundum á flugvellinum í morgun: Zeba og Khairullah verja jólunum hér á landi með Arsalan í ró og næði, en þar sem Zeba hefur starfað fyrir alþjóðasamtök í Afganistan var henni og fjölskyldu hennar ekki vært þar lengur eftir að talíbanar tóku völdin. Arsalan er jólabarnið í ár, eins og Irma Erlingsdóttir, forseti Jafnréttisskóla Háskóla Íslands, lýsti í samtali við mbl.is, en Irma hefur staðið fyrir komu fjölskyldunnar til landsins. Foreldrarnir kunna Irmu og öðrum sem hafa lagt þeim lið bestu þakkir. Þau höfðu sannarlega þörf fyrir hjálp en þetta er á meðal lýsinga Zebu frá flugvellinum í sumar: „Við tókum son okkar með, en loftleysið og troðningurinn við flugstöðina var svo mikill að hann missti meðvitund. Við hlupum þá með hann inn í nærliggjandi hús þar sem hann fór smátt og smátt að hreyfa fingurna og sýna lífsmark.“ Fleiri flóttamenn komu til landsins með fluginu í morgun og fagnaðarfundir urðu með fjölskyldum sem hafa verið í sundur mánuðum saman. Við segjum nánar frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Baráttukona komin til Íslands frá Afganistan: Barnið missti meðvitund í mannþrönginni við flugvöllinn í Kabúl Zeba Sultani er alvön því að þurfa að berjast fyrir sínu. Sem ung stúlka í Afganistan hóf hún skólagöngu sína í laumi, undir fyrri stjórn Talibana, og þó að ástandið hafi skánað á árunum sem frá liðu, fólust margar áskoranir í því að starfa að jafnréttismálum í íhaldssömu samfélagi. 12. október 2021 06:00