Sara setti nýtt persónulegt met í æfingunni sem krossbandið fór í á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2021 09:32 Sara Sigmundsdóttir tók vel á því og var líka mjög glöð þegar 107,5 kílóin fóru upp. Instagram/@crossfitgames Sara Sigmundsdóttir er mætt aftur á keppnisgólfið en hún endaði í sjöunda sæti á Dubai CrossFit Championship mótinu um síðustu helgi. Það var sérstaklega ein æfing sem þótti merki þess að hún væri mætt á ný. Eins og flestir vita þá sleit Sara krossband í mars í fyrra og þurfti að fara í aðgerð í apríl. Hún keppti á sínu fyrsta móti átta mánuðum eftir aðgerð. Það hefðu kannski ekki margir ráðlagt henni að snúa aftur svona snemma en Sara var staðráðin í að sýna sig og sanna. Það var náttúrulega allur CrossFit heimurinn áhugasamur um hvernig gengi hjá Söru í endurkomunni og hún stimplaði sig vel inn þótt hún hafi ekki verið nálægt verðlaunapallinum. CrossFit samtökin sögðu sérstaklega frá einu afreki Söru á þessu móti um síðustu helgi. Það var einmitt æfingin sem hún var að gera þegar hún sleit krossbandið í mars. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Sara mætti óhrædd í þá æfingu og setti nýtt persónulegt met í jafnhendingunni (clean and jerk) með því að lyfta 107,5 kílóum. Þetta er það mesta sem hún hefur lyft í jafnhendinguna síðan hún fór að lyfta aftur eftir aðgerð. Lyftan skilaði henni fjórða sætinu í greininni. Það var ekki bara þyngdin sem Sara var að sigrast á heldur einnig andlegi þátturinn að hafa slitið krossbandið í æfingunni í fyrra. Það var því full ástæða til að brosa út að eyrum þegar hún kláraði lyftuna sína með glans. „Velkomin til baka Sara,“ sagði í færslu CrossFit samtakanna sem má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira
Eins og flestir vita þá sleit Sara krossband í mars í fyrra og þurfti að fara í aðgerð í apríl. Hún keppti á sínu fyrsta móti átta mánuðum eftir aðgerð. Það hefðu kannski ekki margir ráðlagt henni að snúa aftur svona snemma en Sara var staðráðin í að sýna sig og sanna. Það var náttúrulega allur CrossFit heimurinn áhugasamur um hvernig gengi hjá Söru í endurkomunni og hún stimplaði sig vel inn þótt hún hafi ekki verið nálægt verðlaunapallinum. CrossFit samtökin sögðu sérstaklega frá einu afreki Söru á þessu móti um síðustu helgi. Það var einmitt æfingin sem hún var að gera þegar hún sleit krossbandið í mars. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Sara mætti óhrædd í þá æfingu og setti nýtt persónulegt met í jafnhendingunni (clean and jerk) með því að lyfta 107,5 kílóum. Þetta er það mesta sem hún hefur lyft í jafnhendinguna síðan hún fór að lyfta aftur eftir aðgerð. Lyftan skilaði henni fjórða sætinu í greininni. Það var ekki bara þyngdin sem Sara var að sigrast á heldur einnig andlegi þátturinn að hafa slitið krossbandið í æfingunni í fyrra. Það var því full ástæða til að brosa út að eyrum þegar hún kláraði lyftuna sína með glans. „Velkomin til baka Sara,“ sagði í færslu CrossFit samtakanna sem má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Sjá meira