Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2021 08:14 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Stöð 2 Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“ Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“
Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48