Kristín Björk heldur úti skemmtilegri Instagram síðu en þættirnir hennar munu birtast vikulega hér á Vísi. Fyrstu tveir þættirnir verða sýndir í desember.
„Kalorínurnar eru eftirlætis eftirréttur minnar fjölskyldu. Þær eru einfaldar að gera, gott að vera búin að gera þær í tæka tíð og geyma í frysti. Svo eru þær einstaklega fallegar fyrir augað sem gera þær enn bragðbetri, ef það er mögulega hægt. Ég set þær í nokkur lítil form en það má að sjálfsögðu setja þær í eitt stórt form, allt eftir smekk,“ segir Kristín Björk um réttinn í fyrsta þætti. Uppskriftina má svo finna hér neðar í fréttinni.
Kalorínur
Botn
- 175 gr Lu kex
- 1 msk púðursykur
- 75 gr brætt smjör

Krem
- 500 gr þeyttur rjómi
- 1 msk vanillusykur
- 250 gr Mascarpone
- 4 msk appelsínusafi
- 100 gr sykur
Til skrauts
- Karamella
- Bláber
- Mynta

Eldað af ást eru glænýir og girnilegir matreiðsluþættir á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+. Kristín Björk, matarbloggari og flugfreyja stýrir þáttunum. Kristín er mikil stemningsmanneskja með óbilandi áhuga á fólki og mat. Hún heldur úti vinsælu Instagrammi þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum. Í þáttunum mun Kristín kokka upp ljúffenga rétti og töfra fram notalega stemningu.