Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2021 11:57 Hótel Saga var á sínum tíma eitt flottasta hótel bæjarins og með vinsælum veitingastöðum og bar. Þar voru líka reglulega dansleikir og samkomur. vísir/Vilhelm Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. Þar segir að samningur um kaup ríkisins og FS á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg hafi verið undirritaður en félagið er í eigu Bændasamtakanna. Kaupverðið á þessari tuttugu þúsund fermetra fasteign og efni samningsins fæst ekki gefið upp að svo stöddu. Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið. Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020. Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir. Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast. Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöld. Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum. Nemendur í Hagaskóla hafa undanfarnar vikur fengið inni á Hótel Sögu vegna mygluvandamála í húsakynnum skólans hinum megin við Hagatorgið. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða áhrif kaupin munu hafa á þá ráðstöfun. Háskólar Alþingi Reykjavík Skóla - og menntamál Salan á Hótel Sögu Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. 9. desember 2021 19:20 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þar segir að samningur um kaup ríkisins og FS á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg hafi verið undirritaður en félagið er í eigu Bændasamtakanna. Kaupverðið á þessari tuttugu þúsund fermetra fasteign og efni samningsins fæst ekki gefið upp að svo stöddu. Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið. Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020. Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir. Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast. Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöld. Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum. Nemendur í Hagaskóla hafa undanfarnar vikur fengið inni á Hótel Sögu vegna mygluvandamála í húsakynnum skólans hinum megin við Hagatorgið. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða áhrif kaupin munu hafa á þá ráðstöfun.
Háskólar Alþingi Reykjavík Skóla - og menntamál Salan á Hótel Sögu Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. 9. desember 2021 19:20 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hlutabréf lækka víða vegna taps Skotlandsbanka Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05
Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. 9. desember 2021 19:20