Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 23. desember 2021 11:39 Stjórnarandstaðan segir ekki nóg að gert í fyrsta fjárlagafrumvarpi endurnýjaðrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stjórnarliðar segja frumvarpið vera sóknarfrumvarp. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri. Atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu fjárlaga lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Meirihluti fjárlaganefndar gerði tillögu um aukin útgjöld upp á 14 milljarða á milli fyrstu og annarrar umræðu og verður hallinn á fjárlögum næsta árs því um 180 milljarðar króna eins og það var afgreitt til lokaumræðu sem fram fer milli jóla og nýars. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlagafrumvarpið miða að því að auka velferð allra landsmanna.Stöð 2 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld leggja áherslu á að vaxa út úr þeirri djúpu kreppu sem þjóðin hefði verið í og væri í ennþá. „Um leið og við stöndum frammi fyrir því að reka ríkissjóð með 180 milljarða halla á næsta ári erum við þrátt fyrir allt með þessum fjárlögum að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Með hagsmuni og velsæld almennings að leiðarljósi,“ sagði Bjarkey. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa sýnt á spilin fyrir fyrsta fjórðung kjörtímabilsins.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði fjárlög nýrrar ríkisstjórnar fyrsta prófsteininn á hvort mark væri takandi á loforðum hennar. Nú hefði hún sýnt á spilin varðandi fyrsta fjórðung kjörtímabilsins. „Og virðist ekki mikið að marka þau loforð. Umfang ríkissjóðs á síðustu tveimur árum endurspegla nauðsynleg viðbrögð við heimsfaraldri. Ekki stefnu eða sókn. Nú tekur við þriðja árið þar sem viðbragðsstjórnmál ráða för og lítið svigrúm er til nauðsynlegra útbóta á grunnkerfum hins opinbera til varnar velferðar eða til sóknar,“ sagði Kristrún. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir frumvarpið vera kyrrstöðufjárlög.Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar sagði ekkert tekið á rekstri ríkissjóðs sjálfs í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta eru fyrst og fremst kyrrstöðu fjárlög. Þetta eru fjárlög sem takast ekkert á við hin stærri kerfi sem skipta miklu máli í okkar samfélagi,“ sagði Jón Steindór. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir ekki nóg að gert í fjárlagafrumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þessi fjárlög eru ekki nóg. Þau eru ekki nóg fyrir Landspítalann í miðjum heimsfaraldri. Þau innibera ekki nóg af peningum í stofnframlög í húsnæðisuppbyggingu. Þau eru alls ekki nóg til að tryggja öryrkjum mannsæmandi kjör,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Haraldur Benediktsson segir fjárlagafrumvarpið endurspegla mikið efnahagsáfall en efnahagslífið væri að hjarna við.Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar allt annarrar skoðunar. Fjárlagafrumvarpið endurspeglaði skyndilegt efnahagslegt áfall. „Við erum á réttri leið. Við erum að hjarna við aftur. Þetta eru fjárlög sem eru styrkjandi. Þau eru uppbyggjandi. Þau endurspegla stefnu ríkisstjórnar sem fékk endurnýjað umboð í kosningunum í haust. Okkur gekk betur á líðandi ári en við vorum að óttast,“ sagði Haraldur Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13. desember 2021 09:38 Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22. desember 2021 15:16 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu fjárlaga lauk um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Meirihluti fjárlaganefndar gerði tillögu um aukin útgjöld upp á 14 milljarða á milli fyrstu og annarrar umræðu og verður hallinn á fjárlögum næsta árs því um 180 milljarðar króna eins og það var afgreitt til lokaumræðu sem fram fer milli jóla og nýars. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar segir fjárlagafrumvarpið miða að því að auka velferð allra landsmanna.Stöð 2 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld leggja áherslu á að vaxa út úr þeirri djúpu kreppu sem þjóðin hefði verið í og væri í ennþá. „Um leið og við stöndum frammi fyrir því að reka ríkissjóð með 180 milljarða halla á næsta ári erum við þrátt fyrir allt með þessum fjárlögum að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Með hagsmuni og velsæld almennings að leiðarljósi,“ sagði Bjarkey. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa sýnt á spilin fyrir fyrsta fjórðung kjörtímabilsins.Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði fjárlög nýrrar ríkisstjórnar fyrsta prófsteininn á hvort mark væri takandi á loforðum hennar. Nú hefði hún sýnt á spilin varðandi fyrsta fjórðung kjörtímabilsins. „Og virðist ekki mikið að marka þau loforð. Umfang ríkissjóðs á síðustu tveimur árum endurspegla nauðsynleg viðbrögð við heimsfaraldri. Ekki stefnu eða sókn. Nú tekur við þriðja árið þar sem viðbragðsstjórnmál ráða för og lítið svigrúm er til nauðsynlegra útbóta á grunnkerfum hins opinbera til varnar velferðar eða til sóknar,“ sagði Kristrún. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir frumvarpið vera kyrrstöðufjárlög.Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar sagði ekkert tekið á rekstri ríkissjóðs sjálfs í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta eru fyrst og fremst kyrrstöðu fjárlög. Þetta eru fjárlög sem takast ekkert á við hin stærri kerfi sem skipta miklu máli í okkar samfélagi,“ sagði Jón Steindór. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir ekki nóg að gert í fjárlagafrumvarpinu.Vísir/Vilhelm „Þessi fjárlög eru ekki nóg. Þau eru ekki nóg fyrir Landspítalann í miðjum heimsfaraldri. Þau innibera ekki nóg af peningum í stofnframlög í húsnæðisuppbyggingu. Þau eru alls ekki nóg til að tryggja öryrkjum mannsæmandi kjör,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Haraldur Benediktsson segir fjárlagafrumvarpið endurspegla mikið efnahagsáfall en efnahagslífið væri að hjarna við.Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var hins vegar allt annarrar skoðunar. Fjárlagafrumvarpið endurspeglaði skyndilegt efnahagslegt áfall. „Við erum á réttri leið. Við erum að hjarna við aftur. Þetta eru fjárlög sem eru styrkjandi. Þau eru uppbyggjandi. Þau endurspegla stefnu ríkisstjórnar sem fékk endurnýjað umboð í kosningunum í haust. Okkur gekk betur á líðandi ári en við vorum að óttast,“ sagði Haraldur Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2022 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13. desember 2021 09:38 Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22. desember 2021 15:16 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni Sjá meira
Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. 13. desember 2021 09:38
Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. 22. desember 2021 15:16