Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 21:41 30 kílógrömm af grasi er á við heildarmagn haldlagt árið 2017 á öllu landinu. Vísir/Snorri Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur. Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði. Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Þann 12. desember var grísk kona á fertugsaldri stöðvuð af tollgæslunni í Leifsstöð og við leit í farangri hennar reyndist hún hafa fimmtán kíló meðferðis af maríjúana. Þeim hafði verið pakkað inn í ferðatösku og konan var á leiðinni frá Frankfurt. Tæpri viku síðar lagði lögreglan á Suðurnesjum hald á önnur fimmtán kíló af maríjúana í tösku sem hafði verið skilin eftir í töskusal flugstöðvarinnar. Eigandi þeirrar tösku var horfinn af vettvangi þegar þar að kom en taskan hafði komið með flugi frá Kanada. Fréttastofa skoðaði efnin hjá lögreglunni, eins og má sjá í myndbrotinu hér að neðan: Gríska konan er samkvæmt heimildum fréttastofu í gæsluvarðhaldi fram á miðjan næsta mánuð. Rannsókn lögreglu, sem fer fram í samstarfi við tollgæsluna, beinist meðal annars að því kanna hvort málin tvö tengist. Efnin voru flutt til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að greina þau meðan á rannsókninni stendur og svo er þeim fargað. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekkert lítið magn af grasi og sérstaklega í innflutningi. Það er nánast óheyrt að gras sé flutt til landsins enda er efnið ræktað í töluverðum mæli hér innanlands. Það sætir því sannarlega tíðindum að 30 kíló séu gerð upptæk á svo stuttu tímabili, enda slagar það magn raunar í það sem stundum hefur verið haldlagt á heilu ári hér á Íslandi. 2016 voru þau tæp 44 og 2017 aðeins 34 kíló. Langstærstur hluti þessa hefur verið haldlagður innanlands en árið 2020 voru vissulega um 40 kíló tekin á flugvellinum, og þótti það þá þegar sprenging. Sú þróun virðist ætla að halda áfram samkvæmt þessu en 30.000 grömm á grasi eru í smásölu um 90 milljóna króna virði.
Fíkniefnabrot Kannabis Smygl Tollgæslan Tengdar fréttir Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25 Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22 Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Tekinn með 600 grömm af kókaíni innvortis Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á innflutningi Austurríkismanns á fimmtugsaldri á kókaíni til landsins. 17. desember 2021 06:25
Eltu smyglara á fund Íslendings og fundu verulegt magn af fíkniefnum Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrennt í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl í síðasta mánuði, eftir að tvær konur reyndu að smygla í gegnum Keflavíkurflugvöll töluverðu magni af metamfetamíni og meira en 6.000 töflum af hörðum ópíóðum. 30. nóvember 2021 19:22
Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. . 1. desember 2021 20:00