Eigandi Dimmu er í áfalli: Lausir hundar drápu kött á hrottalegan hátt Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 20:52 Hundarnir urðu Dimmu að bana á Þorláksmessu. Aðsend/Facebook Agnes Gróa Jónsdóttir, eigandi kattar sem tveir hundar drápu með hrottalegum hætti á Þorláksmessu, segir köttinn Dimmu hafa verið sér allt og að hún ætli að kæra málið til lögreglu. Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún. Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Á Þorláksmessu tilkynntu íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík að þeir hefðu orðið vitni að því þegar tveir stórir hundar réðust á kött og drápu hann, í hverfishópi Langholtshverfis á Facebook. „Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir í færslunni. Í gær fékk Agnes Gróa Jónsdóttir staðfestingu þess efnis að um köttinn hennar, Dimmu, hafi verið að ræða. Hún er nýflutt í hverfið og Dimma hafði verið týnd í tvo daga áður er staðfestingin barst. „Ég er mikill einfari og búin að vera mikið ein, þessi köttur bara bjargaði lífi mínu,“ segir Agnes Gróa sem er eðli málsins samkvæmt í töluverðu uppnámi. Agnes Gróa og Dimma voru mjög nánar.Aðsend Hún segir sérstaklega sárt að vita til þess að Dimma hafi þjáðst mikið en hún hefur fengið lýsingar á því hvernig hundarnir drápu Dimmu á hrottalegan hátt. Ekki verður farið nánar út í þær lýsingar hér. „Það hefði verið miklu skárra að það hefði verið keyrt á hana,“ segir hún. Hún kann nágrönnum sínum bestu þakkir fyrir viðbrögð sín. „Sem betur fer er til gott fólk í heiminum sem fór með hana upp á dýraspítala,“ segir hún. Ekki fyrsta fórnarlamb hundanna Agnes Gróa segist hafa áreiðanlegar heimildir annarra íbúa hverfisins fyrir því að Dimma sé í minnsta lagi fjórði kötturinn sem umræddir hundar drepa. Hún segir það margumtalað í hverfinu hvernig hundunum er leyft að ráfa um afskiptir. Umræður í íbúahópi Langholtshverfis virðast staðfesta það. Þar er meðal annars talað um að margoft sé búið að tilkynna hundana til Dýraþjónustu Reykjavíkur og Matvælastofnunar. Agnes Gróa áréttar þó að hún kenni hundunum ekki um og að sökin sé alfarið hjá eigendum þeirra. Hún gagnrýnir einnig viðbrögð yfirvalda en þrátt fyrir að dýraþjónusta Reykjavíkur hafi fangað hundana eftir árásina hafi þeim strax verið skilað til eigenda. Þá segist hún hafa heyrt af því að sést hafi til hundanna á vappi um hverfið í gær. Hún telur sig vita hverjir eigendur hundanna eru og segist ætla alla leið með málið. Hún ætli að leggja fram kæru hjá lögreglu strax í fyrramálið og hvetur eigendur annarra katta, sem lenta hafa í hundunum, að gera slíkt hið sama. Hún geti ekki ekki hugsað sér að hundarnir gangi áfram lausir um hverfið enda eigi hún annan kött sem hún óttast nú um. „Þetta eru útikettir og maður á að geta treyst á að þeir séu öruggir úti,“ segir hún.
Dýr Reykjavík Gæludýr Kettir Hundar Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira