Ævintýrið á Meistaravöllum: Forspár Arnar, lætin og Sölvi bað til guðs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 09:02 Víkingur vann dramatískan sigur á KR, 1-2, í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla í haust eins og þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson, hafði spáð. stöð 2 sport Enginn stuðningsmaður Víkings mun gleyma sunnudeginum 19. september 2021 í bráð. Þá vann Víkingur KR, 1-2, á dramatískan hátt og steig þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Farið var ítarlega yfir ævintýrið í Meistaravöllum í lokaþætti Víkinga: Fullkominn endir. Í bílnum á leiðinni á Meistaravelli ræddi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Gunnlaug Jónsson. Hann spáði því að Víkingar myndu vinna 1-2 í þrusuleik, úrslitin myndu ráðast undir lokin og þetta yrði eins konar bíómyndaendir. Og Arnar reyndist heldur betur sannspár. Víkingur vann leikinn 1-2 á eins dramatískan hátt og mögulegt er. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 9. mínútu en Atli Barkarson jafnaði með glæsilegu marki sjö mínútum seinna. Þegar þrjár mínútur voru eftir kom Helgi Guðjónsson Víkingum svo yfir. Klippa: Víkingur: Fullkominn endir - Sigurinn á KR „Ég held ég geti talað fyrir alla sem voru inn á að við trúðum því hundrað prósent að við værum að fara að skora. Við vissum ekki hvernig það myndi koma en vissum að það myndi koma. Við erum að fara að vinna,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikjahæsti leikmaður Víkings, í þættinum. En ekki var allt búið enn þótt Víkingar hefðu náð forystunni. KR-ingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og í kjölfarið sauð upp úr og Kjartan Henry og Þórður Ingason voru reknir út af eftir stympingar. „Þá var ég eiginlega búinn á því. Ég bað bara til guðs,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, sem hafði farið af velli á 75. mínútu. Þegar menn voru orðnir rólegri gat Pálmi Rafn Pálmason loks tekið vítið. Ingvar Jónsson sá hins vegar við honum, varði spyrnuna og tryggði Víkingi sigurinn. Á sama tíma vann FH Breiðablik og Víkingur var því í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina. Þar tryggði Víkingur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli. Víkingar kórónuðu svo fullkomið tímabil með því að verða bikarmeistarar eftir sigur á Skagamönnum, 3-0, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar lét músaganginn ekki hrella sig Það þarf meira en smá músagang til að hrella Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings. 24. desember 2021 17:00 Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. 21. desember 2021 09:31 Sölvi Geir tjáir sig um Fazmo: „Fight Club“ í Fossvoginum en engin glæpasamtök Sölvi Geir Ottesen var í engum glæpasamtökum þegar hann var yngri þótt að margir hafi komið upp að honum og haldið það. Hann fór yfir sögu Fazmo klíkunnar í þáttunum um fullkomin endi hans og Kára Árnasonar með Víkingum. 17. desember 2021 10:01 Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. 16. desember 2021 11:00 Kári um Víkingsþættina: „Vona að hann geri þetta ekki of væmið“ Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason endaði knattspyrnuferilinn á besta mögulega hátt í sumar er Víkingur – uppeldisfélag hans - varð Íslands- og bikarmeistari með hann í hjarta varnarinnar. 3. desember 2021 14:02 Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. 3. desember 2021 11:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Í bílnum á leiðinni á Meistaravelli ræddi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Gunnlaug Jónsson. Hann spáði því að Víkingar myndu vinna 1-2 í þrusuleik, úrslitin myndu ráðast undir lokin og þetta yrði eins konar bíómyndaendir. Og Arnar reyndist heldur betur sannspár. Víkingur vann leikinn 1-2 á eins dramatískan hátt og mögulegt er. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 9. mínútu en Atli Barkarson jafnaði með glæsilegu marki sjö mínútum seinna. Þegar þrjár mínútur voru eftir kom Helgi Guðjónsson Víkingum svo yfir. Klippa: Víkingur: Fullkominn endir - Sigurinn á KR „Ég held ég geti talað fyrir alla sem voru inn á að við trúðum því hundrað prósent að við værum að fara að skora. Við vissum ekki hvernig það myndi koma en vissum að það myndi koma. Við erum að fara að vinna,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikjahæsti leikmaður Víkings, í þættinum. En ekki var allt búið enn þótt Víkingar hefðu náð forystunni. KR-ingar fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og í kjölfarið sauð upp úr og Kjartan Henry og Þórður Ingason voru reknir út af eftir stympingar. „Þá var ég eiginlega búinn á því. Ég bað bara til guðs,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, sem hafði farið af velli á 75. mínútu. Þegar menn voru orðnir rólegri gat Pálmi Rafn Pálmason loks tekið vítið. Ingvar Jónsson sá hins vegar við honum, varði spyrnuna og tryggði Víkingi sigurinn. Á sama tíma vann FH Breiðablik og Víkingur var því í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina. Þar tryggði Víkingur sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í þrjátíu ár með sigri á Leikni á heimavelli. Víkingar kórónuðu svo fullkomið tímabil með því að verða bikarmeistarar eftir sigur á Skagamönnum, 3-0, í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Víkingar - Fullkominn endir er heimildaþáttaröð í fjórum hlutum um Íslands- og bikarmeistara Víkings. Áskrift að Stöð 2 Sport kostar frá kr. 3.990 og má kaupa áskrift á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar lét músaganginn ekki hrella sig Það þarf meira en smá músagang til að hrella Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings. 24. desember 2021 17:00 Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. 21. desember 2021 09:31 Sölvi Geir tjáir sig um Fazmo: „Fight Club“ í Fossvoginum en engin glæpasamtök Sölvi Geir Ottesen var í engum glæpasamtökum þegar hann var yngri þótt að margir hafi komið upp að honum og haldið það. Hann fór yfir sögu Fazmo klíkunnar í þáttunum um fullkomin endi hans og Kára Árnasonar með Víkingum. 17. desember 2021 10:01 Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. 16. desember 2021 11:00 Kári um Víkingsþættina: „Vona að hann geri þetta ekki of væmið“ Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason endaði knattspyrnuferilinn á besta mögulega hátt í sumar er Víkingur – uppeldisfélag hans - varð Íslands- og bikarmeistari með hann í hjarta varnarinnar. 3. desember 2021 14:02 Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. 3. desember 2021 11:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Arnar lét músaganginn ekki hrella sig Það þarf meira en smá músagang til að hrella Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Íslands- og bikarmeistara Víkings. 24. desember 2021 17:00
Kári: Nú eru nokkrir leikmenn komnir með tattú af báðum bikurum á fæturna Kári Árnason átti ótrúlegt lokaár á ferli sínum þegar Víkingar urðu Íslands- og bikarmeistarar. Hann og Sölvi Geir Ottesen voru að kveðja æskufélagið sitt og úr varð ævintýri sem seint verður endurtekið. 21. desember 2021 09:31
Sölvi Geir tjáir sig um Fazmo: „Fight Club“ í Fossvoginum en engin glæpasamtök Sölvi Geir Ottesen var í engum glæpasamtökum þegar hann var yngri þótt að margir hafi komið upp að honum og haldið það. Hann fór yfir sögu Fazmo klíkunnar í þáttunum um fullkomin endi hans og Kára Árnasonar með Víkingum. 17. desember 2021 10:01
Faðir Sölva Geirs um bílslysið: Ég skil ekki hvernig þeir lifðu þetta af Annar þátturinn af „Víkingar: Fullkominn endir“ var sýndur um síðustu helgi en að þessu var fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen í aðalhlutverki. Meðal annars var fjallað um bílslysið sem Sölvi Geir lifði af á ótrúlegan hátt en hann var þá átján ára gamall. 16. desember 2021 11:00
Kári um Víkingsþættina: „Vona að hann geri þetta ekki of væmið“ Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason endaði knattspyrnuferilinn á besta mögulega hátt í sumar er Víkingur – uppeldisfélag hans - varð Íslands- og bikarmeistari með hann í hjarta varnarinnar. 3. desember 2021 14:02
Arnar Gunnlaugs í nýja Víkingsþættinum: Kemur hálfgert panikk ástand í klúbbinn Fyrsti þátturinn af nýrri þáttröð um magnað tímabil Víkinga í fótboltanum í ár er á dagskrá Stöð 2 Sport á morgun. Þættirnir heita „Víkingar - Fullkominn endir“ en þar er fjallað um tvöfaldan sigur Víkingsliðsins í sumar. 3. desember 2021 11:30