Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Árni Sæberg skrifar 27. desember 2021 21:20 Ásmundur Friðriksson er ekki ánægður með Verbúðina. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis í dag sagðist Ásmundur hafa verið verkstjóri í einni stærstu fiskvinnslu landsins á þeim árum sem Verbúðin á að gerast. Hann segir lífið í verbúðinni þar ekki hafa á nokkurn hátt líkst þeirri mynd sem máluð er upp í þættinum. Þó ýmislegt hafi auðvitað gengið á þar. „Að draga þetta svona upp, samfarir og brjóstasýningar, ég veit ekki inn í hvaða heim þetta fólk er að tala með þessu. Hvort það trúi því að jafnvel á þessum árum sem er verið að horfa til, í upphafi kvótakerfisins, að þá hafi lífið verið svona,“ segir hann. Velur heldur Nýtt líf Þá segir hann að á þeim árum sem hann vann í fiskvinnslu hafi þar verið tekin upp kvikmyndin Nýtt líf. Hún sýni lífið í verðbúð á skemmtilegan og smekklegan hátt. „En ef maður horfir á Nýtt líf og svo þetta sem er gert í gærkvöldi, þar sem fiskvinnslufólkið er gert að einhverjum álfum, skipstjórinn að aumingja sem notar efni upp í endaþarminn á sér og svona hluti. Veistu það, mér finnst þetta ekki ná orðið nokkurri átt,“ Þó segir hann boðskap þáttarins um kvótakerfið eiga rétt á sér. Hann vill þó að hann sé settur fram á annan hátt. „Ég bara stend upp til varnar landsbyggðinni vegna þess að hún á undir högg að sækja í öllu þessi menningarbrölti, sem er orðið gegnsýrt af einhverju berrössuðu fólki og ómennum,“ segir Ásmundur. „Hvað finnst Me-too hreyfingunni?“ Þá veltir Ásmundur því fyrir sér hvernig þátturinn hafi fallið í kramið hjá þeim sem hann kallar „Me-too hreyfinguna“. „Menn mega ekki hósta upp úr sér óviðurkvæmilegu orði, þá missa þeir vinnuna. En svo geta listamenn í nafni listarinnar nauðgað þessu öllu til og frá. Ég er bara orðinn gáttaður á þessari framkomu,“ segir hann. Viðtal við Ásmund Friðriksson í Reykjavík síðdegis má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira