Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 21:03 Félagar í Ingunni tóku m.a. þátt í verkefnum í kringum eldgosið á Reykjanesi fyrr á árinu. Aðsend „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend
Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira