Leiðrétta misskilning um hágæslurými Landspítalans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 17:21 Landspítalinn segir miskilnings gæta um hágæslurýmin. Þau séu ekki í stöðugri notkun, heldur ráðist nýting þeirra af þjónustuþörf sjúklinga hverju sinni. Vísir/Vilhelm Nýlega voru opnuð tvö hágæslurými á Landspítalanum á Hringbraut og til stendur að opna tvö til viðbótar í Fossvogi við fyrsta tækifæri. Landspítalinn hefur sent frá sér stutta tilkynningu um rýmin en þar segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um þau. Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild. Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Í samtali við fréttastofu í fyrradag sagði Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, að skrif Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur Reykfjörð utanríkisráðherra, um að ekki sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi fólks vegna álags á heilbrigðiskerfinu stæðust ekki. Sagði hann spítalann ekki í þannig stöðu að hægt væri að aflétta takmörkunum og benti á að umrædd hágæslurými stæðu nú tóm þar sem ekki væri hægt að manna þau. Í tilkynningu spítalans segir að „ákveðins misskilnings“ hafi gætt um hágæslurýmin og því rétt að árétta að ekki sé um að ræða föst stæði, heldur flytjist rýmin um eftir þörfum. Staðsetning þeirra ráðist því af fjölda og tegund sjúklinga á deildinni, til að mynda eftir því hvort sjúklingar þurfi að fara í einangrun eða ekki. „Þar sem hágæslurýmin eru ætluð minna veikum en hefðbundum gjörgæslusjúklingum er háð atvikum hverju sinni hvernig nýtingin er á þeim. Að undanförnu hafa gjörgæslusjúklingar verið í forgrunni í starfsemi gjörgæsludeildanna, eins þurfa Covid sjúklingar tvöfalda mönnun og fjöldi stæða á gjörgæsludeildinni því aðeins breytilegur eftir álagi. Hágæslurýmin þarf svo að manna við hæfi en eins og þekkt er hefur mannekla verið mikil áskorun innan spítalans,“ segir á vef Landspítala. Þá segir að hugmyndafræðin að baki rýmunum sé ákveðin nýlunda á Landspítalanum og því muni taka tím að innleiða hana að fullu, samhliða endurbótum á húsnæði. Hágæslurýmin muni að lokum leiða til hagkvæmni í rekstri og auka öryggi sjúklinga sem ekki þurfi fulla gjörgæslumeðferð, en þurfi hins vegar náið eftirlit þar til ástand þeirra telst nógu stöðugt til að flytja megi þá á almenna legudeild.
Landspítalinn Tengdar fréttir Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. 28. desember 2021 00:06