Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Vilhjálmur Birgisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Vinnumarkaður Alþingi Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun