Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. desember 2021 11:51 Um síðustu áramót var mjög mikil svifryksmengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egill Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. Reykjavíkurborg varaði fyrr í vikunni við því að búast mætti við talsverðri svifryksmengun um áramótin. Veðurspáin hefur frá þeim tíma tekið breytingum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir vindáttina hagstæðari núna, alla vega í Reykjavík. „Þegar að er komið undir tvo metra á sekúndu þá má búast við að mengun safnist mikið upp en þessi spá í Reykjavík núna, sex metrar á sekúndu, það má segja að það sé bara kjörið flugeldaveður, það er sem sagt ekki of hvasst til að skjóta upp en nógu mikill vindur til að bera mengunina burt jafnóðum,“ segir Þorsteinn. Á Akureyri er vindáttin þó hægari, eða um einn til tveir metrar á sekúndu í kringum miðnætti, og því gæti verið eitthvað um mengun þar. Um síðustu áramót var talsverð mengun á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn á ekki von á sambærilegri stöðu núna, þó það verði að öllum líkindum skotið meira upp. Í ár hafa um 640 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins, samanborið við um 600 tonn í fyrra. „Það er þessi mikla skotgleði sem að skapar þessa miklu losun og ef að það er óhagstætt veður, það er að segja hægviðri og áttleysa, þá getur verið mjög mikil mengun eins og hefur komið öðru hvoru síðustu ár,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið svona sirka annað hvert ár síðustu tíu árin, gróflega séð, þar sem það hefur verið talsvert mikil mengun og hangir jafnvel fram eftir nýársdegi,“ segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir mikilli mengun í ár er þó mikilvægt að viðkvæmir einstaklingar fari varlega. Á það einnig við um þann metfjölda sem er nú í einangrun með Covid. „Þetta er bara auka álag á öndunarfærin, mikil svifryksmengun af svona fínu svifryki, þannig það er bara mjög óæskilegt fyrir þá sem eru með Covid og í raun alla sem eru eitthvað viðkvæmir í öndunarfærum,“ segir Þorsteinn. Fólk hefur verið hvatt til að hópast ekki saman yfir áramótin í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig hefur til að mynda áramótabrennum verið aflýst annað árið í röð, sem og helgihaldi. Reykjavíkurborg hefur þá ákveðið að fjölga tímabundið göngugötum í miðbænum í öryggisskyni, að beiðni ríkislögreglustjóra. Lokað verður fyrir bílaumferð í tvo og hálfan tíma frá 22.30 á gamlársdag til 01.00 eftir miðnætti á nýársdag. Göturnar sem um ræðir eru Frakkastígur frá Bergþórugötu að Njarðargötu, Eiríksgata frá Njarðargötu að Mímisvegi, og Skólavörðustígur frá Njálsgötu að Njarðargötu, auk þess sem Bjarnarstígur og Kárastígur verða lokaðir við Skólavörðustíg. Veður Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31 Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Reykjavíkurborg varaði fyrr í vikunni við því að búast mætti við talsverðri svifryksmengun um áramótin. Veðurspáin hefur frá þeim tíma tekið breytingum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir vindáttina hagstæðari núna, alla vega í Reykjavík. „Þegar að er komið undir tvo metra á sekúndu þá má búast við að mengun safnist mikið upp en þessi spá í Reykjavík núna, sex metrar á sekúndu, það má segja að það sé bara kjörið flugeldaveður, það er sem sagt ekki of hvasst til að skjóta upp en nógu mikill vindur til að bera mengunina burt jafnóðum,“ segir Þorsteinn. Á Akureyri er vindáttin þó hægari, eða um einn til tveir metrar á sekúndu í kringum miðnætti, og því gæti verið eitthvað um mengun þar. Um síðustu áramót var talsverð mengun á höfuðborgarsvæðinu en Þorsteinn á ekki von á sambærilegri stöðu núna, þó það verði að öllum líkindum skotið meira upp. Í ár hafa um 640 tonn af flugeldum verið flutt inn til landsins, samanborið við um 600 tonn í fyrra. „Það er þessi mikla skotgleði sem að skapar þessa miklu losun og ef að það er óhagstætt veður, það er að segja hægviðri og áttleysa, þá getur verið mjög mikil mengun eins og hefur komið öðru hvoru síðustu ár,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið svona sirka annað hvert ár síðustu tíu árin, gróflega séð, þar sem það hefur verið talsvert mikil mengun og hangir jafnvel fram eftir nýársdegi,“ segir Þorsteinn. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir mikilli mengun í ár er þó mikilvægt að viðkvæmir einstaklingar fari varlega. Á það einnig við um þann metfjölda sem er nú í einangrun með Covid. „Þetta er bara auka álag á öndunarfærin, mikil svifryksmengun af svona fínu svifryki, þannig það er bara mjög óæskilegt fyrir þá sem eru með Covid og í raun alla sem eru eitthvað viðkvæmir í öndunarfærum,“ segir Þorsteinn. Fólk hefur verið hvatt til að hópast ekki saman yfir áramótin í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar. Þannig hefur til að mynda áramótabrennum verið aflýst annað árið í röð, sem og helgihaldi. Reykjavíkurborg hefur þá ákveðið að fjölga tímabundið göngugötum í miðbænum í öryggisskyni, að beiðni ríkislögreglustjóra. Lokað verður fyrir bílaumferð í tvo og hálfan tíma frá 22.30 á gamlársdag til 01.00 eftir miðnætti á nýársdag. Göturnar sem um ræðir eru Frakkastígur frá Bergþórugötu að Njarðargötu, Eiríksgata frá Njarðargötu að Mímisvegi, og Skólavörðustígur frá Njálsgötu að Njarðargötu, auk þess sem Bjarnarstígur og Kárastígur verða lokaðir við Skólavörðustíg.
Veður Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31 Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10
Ekkert helgihald um áramótin: „Segja má að þetta séu tímamót“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður ekkert helgihald í kirkjum landsins um áramótin né annars staðar. Kirkjan segir þetta ekki áður hafa gerst í íslenskri kirkjusögu. 27. desember 2021 14:31
Engar áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins í dag var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. 17. desember 2021 15:12
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent