Frá þessu varr greint á samfélagsmiðlum Tindastóls fyrr í dag, en Vrkic lék síðast fyrir Alkar í heimalandinu. Áður hefur hann leikið í efstu deild bæði á Spáni og Grikklandi.
Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að bakvörðurinn Thomas Massamba haldi heim á leið. Massamba hefur leikið tíu leiki fyrir Tindastól á tímabilinu og er að meðaltali með níu stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar í leik.