Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. desember 2021 23:34 Tedros sagðist bjartsýnn en varaði við því að óbólusett samfélag væri gróðrastía fyrir ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira