Nýársdagur: Eru skyndibitastaðirnir opnir? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 11:11 Myndin er tekin á gamlárskvöld 2020. Vísir/Egill Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Áramót Veitingastaðir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Áramót Veitingastaðir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira